Benedikt fékk silfurmerki ÍSÍ
Benedikt Jóhannsson, fyrrum formaður Austra á Eskifirði, var á þingi UÍA á Reyðarfirði í gær sæmdur silfurmerki Íþrótta- og Ólympíusambandsins Íslands fyrir störf sín í þágu íþrótta á Austurlandi.
Benedikt lét nýverið af störfum sem formaður Austra sem hann hafið gegnt í áratugi. Benedikt hefur starfað mikið í kringum knattspyrnuna á Eskifirði og Fjarðabyggð og meðal annars verið í stjórn Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar.
Hann var um tíma í stjórn UÍA og hefur setið í íþróttanefnd Fjarðabyggðar.
Hafsteinn Pálsson, stjórnarmaður ÍSÍ, sæmdi Benedikt merkinu.