Benedikt fékk silfurmerki ÍSÍ

Benedikt Jóhannsson, fyrrum formaður Austra á Eskifirði, var á þingi UÍA á Reyðarfirði í gær sæmdur silfurmerki Íþrótta- og Ólympíusambandsins Íslands fyrir störf sín í þágu íþrótta á Austurlandi.

Benedikt lét nýverið af störfum sem formaður Austra sem hann hafið gegnt í áratugi. Benedikt hefur starfað mikið í kringum knattspyrnuna á Eskifirði og Fjarðabyggð og meðal annars verið í stjórn Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar.

Hann var um tíma í stjórn UÍA og hefur setið í íþróttanefnd Fjarðabyggðar.

Hafsteinn Pálsson, stjórnarmaður ÍSÍ, sæmdi Benedikt merkinu.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok