Áhugi á árangri Íslendinga í forvarnamálum

Fulltrúar UÍA svöruðu spurningum starfsmanna YMCA í Cork & Cobh á Írlandi um árangur Íslendinga í forvarnamálum á fundi í síðustu viku.

Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að skipulagt æskulýðsstarf dregur úr unglingadrykkju. Notkun bæði áfengis og tóbaks í efstu bekkjum grunnskóla hefur hríðfallið undan 20 ár hérlendis.

Fulltrúar UÍA voru á ferðinni í Cobh á suðurströnd Írlands til að taka út aðstæður fyrir væntanleg ungmennaskipti í sumar og endurgjalda þar með heimsókn Íranna frá síðasta sumri.

Ivan McMahon, aðalritari YMCA á Írlandi, gerði sér sérstaka ferð suður eftir til að hitta á Austfirðingana en einnig sátu fundinn fyrir hönd YMCA James Bilson, yfirmaður skrfistofunnar í Cobh og Gemma Turner sem stýrir verkefnum í Cobh sem snúa að áfengis- og fíkniefnanotkun.

Þótt ýmislegt megi finna sameiginlegt með þjóðunum tveimur er líka ýmislegt frábrugðið. Nýjar tölur sýna að áfengissýki er hvergi víðtækari í Evrópu en á Írlandi.

Það var grein í breska blaðinu Independent um árangur Íslendinga í forvarnamálum sem vakti athygli Íranna og var fyrsta spurning þeirra hvort fullyrðingarnar í greininni stæðust.

Þegar það var staðfest fylgdu frekari spurningar um hvernig Íslendingar hefðu tekið meðvitaða ákvörðun um að nota skipulagt æskulýðsstarf til að draga úr áfengisnotkun, hvernig starfið væri fjármagnað og hvernig ólíkir hagsmunaaðilar hefðu fengist að borðinu.

Ljóst er að mikil vinna er fyrir höndunum hjá Írum og ekki hægt að uppfæra allar aðferðir Íslendina upp á að mörgu leyti þjóðfélag. Gestgjafarnir voru afar ánægðir með fundinn og sögðust hafa orðið margs vísari.

Þeim var meðal annars sagt frá Unglingalandsmóti UMFÍ þar sem lögð er áhersla samveru fjölskyldunnar án vímugjafa en þátttaka foreldra er eitt af því sem hefur skipt hefur máli til að árangur náist.

Fyrir hönd UÍA sátu fundinn Gunnar Gunnarsson, formaður og Hildur Bergdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok