Pálína og Benedikt í stað Reynis og Elsu

Tvær breytingar urðu á aðalstjórn UÍA á þingi sambandsins í gær og tvö ný andlit til viðbótar eru í varastjórn. Á þinginu var meðal annars tekin ákvörðun um meðstöfun afgangs, ef af verður, af Unglingalandsmótinu í sumar.

Pálína Margeirsdóttir frá Fáskrúðsfirði og Benedikt Jónsson frá Egilsstöðum koma ný inn í stjórnina í stað Reynis Zoega og Elsu Guðnýjar Björgvinsdóttur, sem bæði höfðu verið í stjórninni frá 2015. Pálína er reyndar ekki óvön stjórnarsetunni því hún var í stjórn 2015-16.

Gunnar Gunnarsson var endurkjörinn formaður. Auk hans eru Jósef Auðunn Friðriksson og Auður Vala Gunnarsdóttir áfram í aðalstjórn.

Í varastjórn koma þau Þórir Steinn Valgeirsson Reyðarfirði og Guðbjörg Agnarsdóttir Egilsstöðum. Áfram verður þar Hlöðver Hlöðversson en Auður Ágústsdóttir og Rebekka Karlsdóttir ganga úr varastjórninni.

Sambandsþingið var haldið í 67. sinn í Grunnskólanum á Reyðarfirði í umsjónum UMF Vals. Foreldrar glímuiðkenda hjá félaginu sáu um veitingar. Til þingsins mættu um 60 þingfulltrúar frá 24 félögum auk gesta frá Ungmennafélagi Íslands og Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.

Af helstu þingmálum má nefna að samþykkt var að skipta mögulegum afgangi af Unglingalandsmótinu í sumar á þann hátt að 90% fari til aðildarfélaga UÍA í samræmi við vinnuframlag sjálfboðaliða þeirra en 10% renni til UÍA.

Unglingalandsmótið var eðlilega nokkuð fyrirferðamikið í dagskránni en í umræðuhópum var meðal leitað svara hvernig best sé að fá sjálfboðaliða til starfa við mótið og hvernig skapa megi stemmingu á sambandssvæðinu fyrir því.

Þá var felld tillaga, með öllum greiddum atkvæðum, um stuðning við niðurstöðu nefndar á vegum UMFÍ sem mæltist til þess að íþróttabandalögum yrði heimiluð innganga í UMFÍ, gegn ákveðnum reglum um lottóúthlutun og skiptingu fulltrúa á þingi sambandsins.

Starf sambandsins var með nokkuð hefðbundnu sniði síðasta starfsár. Rekstur þess gekk vel og var bókfærður hagnaður 2,5 milljónir króna. Á þinginu kom lögð fram ný tillaga og samþykkt um að stjórn yrði falið að móta stefnu um meðferð eigna UÍA.

Fjall UÍA árið 2017 er Hádegisfjall í Reyðarfirði og næsta þing verður haldið á Borgarfirði að ári í umsjón UMFB, en félagið er 100 ára í ár og verður dagskrá af því tilefni í sumar.

Elsu, Reyni, Auði og Rebekku eru hér með þakkað fyrir störf þeirra í þágu sambandsins.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok