Sambandsþing UÍA á Reyðarfirði á sunnudag
67. sambandsþing UÍA verður haldið á Reyðarfirði á sunnudag, 2. apríl og hefst það klukkan 10:30 en samkvæmt dagskrá er gert ráð fyrir þingslitum klukkan 17:30.
Aðalmál þingsins að þessu sinni verður Unglingalandsmótið sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.
Dagskrá verður sem hér segir:
10:30 Þingsetning og skipan starfsmanna
a) Þingforseti b) Þingritari c) Kjörbréfanefnd formaður.
10:50 Skýrsla stjórnar.
11:05 Ársreikningur 2016 lagður fram.
11:15 Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikning.
11:30 Ákvörðun um atkvæðisrétt mættra fulltrúa.
11:45 Skýrsla stjórnar og ársreikningar bornir undir atkvæði.
11:50 Veiting starfsmerkja UÍA.
12:00 Hádegishlé
12:45 Ávörp gesta.
13:30 Vísan mála í nefndir, kynning á fyrirkomulagi heimskaffi
13:40 Heimskaffi
16:10 Niðurstöður úr heimskaffi kynntar.
16:40 Kosningar.
16:55 Önnur mál.
17:30 Þingslit.