Aðstæður skoðaðar fyrir ungmennaskipti á Írlandi

Fulltrúar UÍA dvöldust í síðustu viku hjá YMCA samtökunum í Cork & Cobh á suðurströnd Írlands til að kanna aðstæður fyrir ungmennaskipti í byrjun sumars.


Áformað er að fara með níu austfirsk ungmenn út um mánaðarmótin maí/júní og endurgjalda þar með heimsókn Íranna sem komu austur í ágúst í fyrra.


Dvalið verður úti í viku og verða bækistöðvar hópsins fyrstu dagana í útjarði Killarney, vinsæls ferðamannabæjar en til stendur að fara í göngu um Killarney þjóðgarðinn. Fulltrúarnir skoðuðu gistaðstæður og gengu hluta leiðarinnar.


Svæðið er einnig hluti af „Ring of Kerry“ sem er vinsælt svæði meðal ferðamanna.


Seinni hluta vikunnar verður varið í Cobh, 13 þúsund manna borgar í nágrenni Cork, næst stærstu borgar Írland þar sem búa álíka margir og á Íslandi öllu. Í Cobh verður unnið úr upplifuninni í Killarney og sett upp sýning um ungmennaskiptin.


Tækifærið verður einnig nýtt til að skoða borgina sem hvað þekktust er að hafa verið síðasta höfnin sem Titanic áði í áður en skipið fór í hina örlagaríku för vestur um haf. Bæði minningarreitur og safn eru um skipið sem heimsótt voru í ferðinni.


Skemmst er frá því að segja að aðstæður litu vel út og þau drög að dagskrá sem Írarnir lögðu frá eru afar metnaðarfull. Í veðrinu skiptust bókstaflega á skin og skúrir, eins og Írar eru vanir. Við því má búast áfram í maí en væntanlega töluvert hlýrra en í síðustu viku.


Í skoðunarferðina fóru Hildur Bergsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastýra UÍA og Gunnar Gunnarsson formaður sem verða fararstjórar í vor auk Þórunnar Valdísar Þórsdóttur, fulltrúa ungmennanna. Verkefnastjórar hjá YMCA undir forustu James Bilson tóku á móti þríeykinu auk þriggja ungmenna sem komu austur í fyrra og verða einnig með í sumar. Verkefnið er styrkt úr verkefnasjóði UMFÍ og af Evrópu unga fólksins/Erasmus+.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok