Andrésar Andarleikunum var slitið á föstudaginn en þetta árið voru þeir í seinna lagi þar sem Sumardaginn fyrsta bar upp á Skírdag. Þátttakendur frá Skíðafélaginu í Stafdal voru 38 og hlutu þeir samtals níu verðlaun, tvenn silfurverðlaun, tvenn bronaverðlaun og fimm í sætum 4-6.
Hinir árlegu og sívinsælu Andrésar Andar leikar fara fram á Akureyri dagana 26.-29. apríl. Þar er nú föngulegur hópur austfirskra skíðakrakka 14 ára og yngri, sem þeysir niður brekkur Hlíðarfjalls. Óskum við krökkunum okkar góðs gengis og góðrar skemmtunar.
Páskaegg eru hið mesta hnossgæti og því til mikils að vinna þegar þau eru á boðstólnum. Hin ýmsu íþróttafélög hafa nýtt sér páskaeggin sem verðlaunagripi á mótum og viðburðum að undanförnu og segja má því að nú sé yfirstandandi Páskaeggjakeppnistímabilið mikla.
Þróttur tryggði sér Íslandsmeistaratitil í blaki kvenna þegar liðið sigraði HK í þriðju viðureign liðanna sem fór fram í Neskaupstað í dag. Leikurinn var jafn og spennandi og hart barist um hvert stig.
Í tilefni af 70 ára afmæli Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, UÍA hefur verið ákveðið að efna til myndlistarsamkeppni milli grunnskólabarna í 1.-4. bekk og ljóðasamkeppni fyrir nemendur í 5.-10. bekk í skólum á Austurlandi.
Hér fyrir neðan má finna frekari upplýsingar um keppnirnar og vonumst við til að sem flestir taki þátt.
Spennandi viðureignir eru framundan í Íslandsmóti yngri flokka í körfuknattleik, nú um helgina í Laugardalshöllinni. Þar leika nýkringdir bikarmeistarar okkar í 10. flokki Hattar til undanúrslita á móti KR á morgunn.