Sérdeildin sigraði í Bólholtsbikarnum

Lið Sérdeildarinnar fagnaði sigri í bikarkeppni UÍA og Bólholts í körfuknattleik eftir 54-53 sigur á Ásnum í úrslitaleik í gær. Fjögur lið tóku þátt í úrslitakeppninni sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.

Lesa meira

Meistaraflokkur Hattar deildarmeistarar

Síðasta mót vetrarins í 1. deildinni í hópfimleikum fór fram um síðustu helgi á Akureyri. Þrettán stúlkur frá fimleikadeild Hattar mættu til keppni með taugarnar þandar því fyrir mótið var ljóst að tvö lið væru að keppa um deildarmeistaratitilinn, Höttur og Stjarnan úr Garðabæ.

Lesa meira

Leiknir bregst við fréttaáskorun

Hér á síðunni hafa birst fréttir af nokkrum aðildarfélaga okkar í gegnum fréttaáskoranir sem hafa verið í gangi í vetur. Neisti skoraði á UMF Leikni að segja frá starfi sínu og hér kemur frétt frá þeim:

Lesa meira

Úrslitahátíð Bólholtsbikarsins

Í vetur hefur körfuboltaráð UÍA staðið yfir æsilegri utandeildarkeppni í körfubolta undir nafninu Bólholtsbikarinn. Sex lið, frá Austra, Ásnum, Einherja, Samyrkjafélags Eiðaþinghár, Sérdeildarinnar og 10. flokks Hattar hafa att kappi og á sunnudaginn 22. maí verður sannkölluð Úrslitahátíð í íþróttahúsinu á Egilsstöðum, þar sem fjögur stigahæstu liðin berjast um sjálfan Bólholtsbikarinn.

Lesa meira

Verkefnastjóri ULM komin á fullt

Ungmennafélag Íslands réði nýverið Heiði Vigfúsdóttur sem verkefnastjóri 14. ULM og er hún nú komin á fullt við undirbúning mótsins enda í mörg horn að líta.

Lesa meira

Víðavangshlaup UÍA og sprettsundmót UÍA

Laugardaginn 28. maí verður líf og fjör á Hallormsstað, en þá fer fram Víðavangshlaup UÍA og Sprettsundmót UÍA. UMF Þristur sér um framkvæmd beggja mótanna.

Lesa meira

Blakliði Þróttar færðar hamingjuóskir

UÍA færði hinu sigursæla blakliði Þróttar hamingjuóskir með stórsigra vetrarins, en liðið hamapði hvoru tveggja Bikar- og Íslandsmeistaratitlum í blaki kvenna í vetur.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ