Lið Sérdeildarinnar fagnaði sigri í bikarkeppni UÍA og Bólholts í körfuknattleik eftir 54-53 sigur á Ásnum í úrslitaleik í gær. Fjögur lið tóku þátt í úrslitakeppninni sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.
Síðasta mót vetrarins í 1. deildinni í hópfimleikum fór fram um síðustu helgi á Akureyri. Þrettán stúlkur frá fimleikadeild Hattar mættu til keppni með taugarnar þandar því fyrir mótið var ljóst að tvö lið væru að keppa um deildarmeistaratitilinn, Höttur og Stjarnan úr Garðabæ.
Hér á síðunni hafa birst fréttir af nokkrum aðildarfélaga okkar í gegnum fréttaáskoranir sem hafa verið í gangi í vetur. Neisti skoraði á UMF Leikni að segja frá starfi sínu og hér kemur frétt frá þeim:
Í vetur hefur körfuboltaráð UÍA staðið yfir æsilegri utandeildarkeppni í körfubolta undir nafninu Bólholtsbikarinn. Sex lið, frá Austra, Ásnum, Einherja, Samyrkjafélags Eiðaþinghár, Sérdeildarinnar og 10. flokks Hattar hafa att kappi og á sunnudaginn 22. maí verður sannkölluð Úrslitahátíð í íþróttahúsinu á Egilsstöðum, þar sem fjögur stigahæstu liðin berjast um sjálfan Bólholtsbikarinn.
Ungmennafélag Íslands réði nýverið Heiði Vigfúsdóttur sem verkefnastjóri 14. ULM og er hún nú komin á fullt við undirbúning mótsins enda í mörg horn að líta.
Laugardaginn 28. maí verður líf og fjör á Hallormsstað, en þá fer fram Víðavangshlaup UÍA og Sprettsundmót UÍA. UMF Þristur sér um framkvæmd beggja mótanna.
Guðni E. Guðmundsson kenndi átta þátttakendum frá fimm aðildarfélögum UÍA undirstöðurnar í körfuboltadómgæslu síðastliðinn laugardag. Hjá UÍA í vetur hefur verið haldið úti utandeild í körfubolta, Bólholtsbikarnum en úrslitakeppni hans verður leikinn 22. maí.
UÍA færði hinu sigursæla blakliði Þróttar hamingjuóskir með stórsigra vetrarins, en liðið hamapði hvoru tveggja Bikar- og Íslandsmeistaratitlum í blaki kvenna í vetur.