Fyrsti dagur frjálsíþróttaskólans að baki
Fyrsta kennsludegi Frjálsíþróttaskóla UMFÍ og FRÍ, sem UÍA heldur á Egilsstöðum, er lokið. Hraustlega var tekið á strax í byrjun þótt dagurinn byrjaði ekki fyrr en um hádegið.
Fyrsta kennsludegi Frjálsíþróttaskóla UMFÍ og FRÍ, sem UÍA heldur á Egilsstöðum, er lokið. Hraustlega var tekið á strax í byrjun þótt dagurinn byrjaði ekki fyrr en um hádegið.
Í sumar mun frjálsíþróttaráð UÍA með dyggum stuðningi frá Hitaveitu Egilsstaða og Fella standa fyrir fjögurra móta mótaröð í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli.
Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastýra UÍA, hljóp með hlaupurum í áheitahlaupinu „Meðan fæturnir bera mig“ þegar þeir komu inn í Skriðdal í morgun. Hlaupararnir hlaupa hringinn í kringum Ísland til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna.
Undirbúningur fyrir Frjálsíþróttaskóla UMFÍ og FRÍ sem haldinn verður á Egilsstöðum í næstu viku stendur nú sem hæst. Eins og nafnið ber með sér er aðaláherslan lögð á að kynna hinar fjölbreyttu greinar frjálsíþrótta.
Þrymsbikarinn var afhentur í fyrsta sinn á félags- og úrtökumóti Hestamannafélagsins Blæs á Kirkjubólseyrum á laugardag. Stefán Sveinsson frá Útnyrðingsstöðum vann bæði A-flokk og B-flokk gæðinga.
Bikarkeppni UÍA og Launafls í knattspyrnu hefst á sunnudag. Forráðamenn félaganna hittust á fundi í gærkvöldi og komu sér saman um fyrirkomulag keppninnar í ár. Eitt nýtt lið, Knattspyrnuakademía Hornafjarðar, mætir til leiks í ár.
Bílaverkstæði Austurlands (BVA), umboðsaðili Toyota, er aðalstyrktaraðili farandþjálfunar UÍA sumarið 2011. BVA leggur UÍA til bíl í verkefnið en búast má við að þjálfarinn leggi þúsundir kílómetra að baki í sumar.
UÍA og KSÍ standa fyrir dómaranámskeiði í knattspyrnu í Grunnskólanum á Egilsstöðum miðvikudagskvöldið 15. júní klukkan 20:00. Magnús Már Jónsson, dómarastjóri KSÍ, kennir á námskeiðinu sem tekur rúmar tvær klukkustundir. Þátttakendur öðlast unglingadómararéttindi eftir skriflegt próf í næstu viku.
Hundruðir kvenna um allt Austurland tóku þátt í kvennahlaupinu sem fram fór á laugardag. Sólin skein á hlýjasta degi sumarsins, eiginlega þeim eina til þessa en mörgum þykir þægilegra að hlaupa í svalara loftslagi.
Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.
Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.
Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.
Kennitala UÍA er: 660269-4369.