Myndir af Unglingalandsmóti KNATTSPYRNA

Í myndasafninu hér á síðunni má nú finna úrval skemmtilegra mynda úr knattspyrnukeppni ULM.

Spilað var á Fellavelli og mættu alls 80 lið til leiks, 49 strákalið og 31 stelpulið. Eins og myndirnar bera með sér var líf og fjör á vellinum og keppendur duglega hvattir árfam af áhorfendum.

Lesa meira

Höttur og Arion banki í undirrita samstarfssamning

Þann 5. september síðastliðinn undirrituðu Davíð Þór Sigurðarson, formaður Íþróttafélagsins Hattar og Guðmundur Ólafsson, útibússtjóri Arion banka á Egilsstöðum samstarfssamning milli félaganna tveggja.

Lesa meira

Landsmót 50+ í Mosfellsbæ 2012

Stjórn UMFÍ tók í gær ákvörðun um næsta mótsstað fyrir Landsmót 50+ og mun það fara fram í Mosfellsbæ sumarið 2012. UÍA, í samstarfi við Fjarðabyggð, sótti um mótið og blandaði sér þar í baráttu fjögurra annarra héraðssambanda en USAH, UMSB, UMSE og UMSK sóttust auk okkar eftir mótinu.

Lesa meira

Bólholtsbikarinn byrjar í október.

Keppni í Bólholtsbikarnum í körfuknattleik hefst innan skamms. Áhugasamir körfuknattleiksmenn á starfsvæði á Austurlandi tóku í fyrra vetur höndum saman og efndu til utandeildarkeppni í körfuknattleik í samstarfi við UÍA og með fulltingi frá Bólholti. Keppnin naut miikilla vinsælda og hefur því verið ákveðið blása aftur til leiks í Bólholtsbikarnum og nú fyrr en áður.

Lesa meira

Allt að gerast hjá Ásnum.

UMF Ásinn vígði nýverið nýjan íþróttavöll sem foreldrar og velunnarar félagsins hafa unnið að í sjáflboðavinnu frá því í júlí 2010.

Lesa meira

SKÍS boðar til aðalfundar

Aðalfundur Skíðafélagsins í Stafdal verður haldinn í skíðaskálanum í Stafdal miðvikudaginn 28. september kl 20.00

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ