Allt að gerast hjá Ásnum.

UMF Ásinn vígði nýverið nýjan íþróttavöll sem foreldrar og velunnarar félagsins hafa unnið að í sjáflboðavinnu frá því í júlí 2010.

 

Völlurinn var tekinn í notkun í sumar og nýttist vel jafnt fyrir æfingar í fjálsum íþróttum sem og knattspyrnu. Nú um miðjan september var efnt til knattspyrnumótsins Ásasparks á vellinum en þar léku leikmenn á aldrinum 9 til 13 ára, frá Neista, Þristi og Ásnum. Lið Neista sigraði á mótinu eftir 3-0 sigur á báðum liðum, sem börðust þó bæði vel. Viðureign Áss og Þristar var æsispennandi og lauk með jafntefli 1-1. Að leikjum loknum afhenti foreldrafélag Brúarásskóla verðlaunapeninga og grillað var ofan í keppendur og gesti. Skemmtilegt framtak og vonandi eitt af mörgum á hinum nýja velli, sem við óskum Ásnum innilega til hamingju með.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin í vináttu eik Áss og Þristar í fyrrahaust á sparkvellinum við Brúarásskóla.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok