Myndir af Unglingalandsmóti HESTAÍÞRÓTTIR

Hér í myndasafnið á síðunni eru komnar myndir af glæstum fákum og knöpum, sem kepptu í hestaíþróttakeppni á ULM.

Keppnin fór fram á vellinum á Stekkhólma, undir vökulum augum Ellenar Thandrup og Bergs Más Hallgrímssonar greinastjóra. Keppt var í flokkum barna og unglinga í tölti og fjórgangi. 12 keppendur tóku þátt og þar af UÍA átta og óhætt er að segja að þeir hafi látið að sér kveða í keppninni. Tveir knapar frá UÍA sigruðu bæði í tölti og fjórgangi og voru þar á ferð þau Stefán Berg Ragnarsson á Glamor frá Bakkagerði sem keppti í barnaflokki og Dagný Ásta Rúnarsdóttir á Vonarstjarna í unglingaflokki. Auk þess unnu UÍA keppendur þrenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun. Heildarúrslit mótsins má sjá hér

Óskum við hestum og mönnum til hamingju með árangurinn.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok