Myndir af Unglingalandsmóti HESTAÍÞRÓTTIR
Hér í myndasafnið á síðunni eru komnar myndir af glæstum fákum og knöpum, sem kepptu í hestaíþróttakeppni á ULM.
Keppnin fór fram á vellinum á Stekkhólma, undir vökulum augum Ellenar Thandrup og Bergs Más Hallgrímssonar greinastjóra. Keppt var í flokkum barna og unglinga í tölti og fjórgangi. 12 keppendur tóku þátt og þar af UÍA átta og óhætt er að segja að þeir hafi látið að sér kveða í keppninni. Tveir knapar frá UÍA sigruðu bæði í tölti og fjórgangi og voru þar á ferð þau Stefán Berg Ragnarsson á Glamor frá Bakkagerði sem keppti í barnaflokki og Dagný Ásta Rúnarsdóttir á Vonarstjarna í unglingaflokki. Auk þess unnu UÍA keppendur þrenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun. Heildarúrslit mótsins má sjá hér
Óskum við hestum og mönnum til hamingju með árangurinn.