Úthlutað úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa

Sprettur Afrekssjóður UÍA og Alcoa styrkir árlega ungt og efnilegt íþróttafólk á Austurlandi til frekari afreka og öfluga þjálfra og íþróttafélög á svæðinu til góðra verka.

Í úthlutunarnefnd sjóðsins sitja þau Hreinn Halldórsson og Helga Jóna Jónasdóttir fyrir hönd UÍA og Guðný Björg Hauksdóttir og Hilmar Sigurbjörnsson fyrir hönd Alcoa.

Þau fengu svo sannarlega að velta vöngum þetta haustið en 37 umsóknir, hver annarri frambærilegri, bárust í sjóðinn að þessu sinni.

Síðastliðinn laugardag fór fram formleg afhending styrkja úr sjóðnum í íþróttahúsinu á Reyðarfirði.

Lesa meira

Stigamót í frjálsum íþróttum fyrir 11 ára og eldri

Frjálsíþróttaráð UÍA stendur fyrir stigamóti fyrir 11 ára og eldri (fædda 2000 og fyrr) í frjálsum íþróttum laugardaginn 26. nóv. Mótið fer fram í Fjarðabyggðahöllinni og hefst keppni kl 13, en keppendur geta hafið upphitun kl 12.

Keppt verður í þrístökki, 60 m grindahlaupi og 60 m spretthlaupi í aldursflokkum 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri.

Lesa meira

Úrvalshópur UÍA í sundi

Sundráð UÍA hefur hleypt af stokkunum úrvalshópi, sem ætlaður er til að styðja við efnilega sundmenn og hvetja þá til að ná enn lengra í íþrótt sinni.

Hópurinn er samstarfsverkefni sundþjálfarara á sambandssvæði UÍA ásamt Sindra á Hornafirði.

Lesa meira

Neisti bikarmeistari Austurlands í sundi

Sundráð UÍA stóð fyrir Bikarmóti í sundi, síðastliðinn laugardag og fór það fram á Djúpavogi. Ríflega 80 keppendur á aldrinum 6-16 ára tóku þátt í mótinu og ríkti góð stemming meðal keppenda og áhorfenda. Framkvæmd mótsins gekk afar vel enda lögðu margir sjálfboðaliðar hönd á plóginn.

Lesa meira

Afmæliskveðja frá ÍSÍ

Eins og flestir vita fagnar UÍA 70 ára afmæli i ár. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands sendi okkur gjöf og góðar kveðjur af því tilefni. Fallegan silfur platta með árnaðaróskum.

Lesa meira

Fyrri hluti Íslandsmóts yngri flokka í blaki

Það var líf og fjör í íþróttahúsinu á Neskaupstað á fyrri hluta Íslandsmótsins í blaki fyrir 4.-5. flokk helgina 12.-13 nóvember. Um 220 keppendur í 38 liðum mættu til leiks og komu liðin víðsvegar að af landinu.

Lesa meira

Stórgóð sundhelgi framundan

Sundráð UÍA stendur fyrir Bikarmóti UÍA í sundi a morgunn laugardag, á Djúpavogi. Mótið er ætlað keppendum 17 ára og yngri og er stigakeppni milli félaga þar sem keppt er um sæmdarheitið Bikarmeistari Austurlands í sundi sem og bikar mótsins.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ