Segja má að flughálka og rok hafi feykt Meistaramóti UÍA sem vera átti í Fjarðahöllinni í dag, út í veður og vind. En ákveðið var í morgunn að fresta mótinu um óákveðin tíma þar sem flughálka er víða á Austurlandi og leiðindarok var í morgunn. Ný dagsetning á mótið verður gefin út síðar.
Við vonumst nú til að yfirstandandi hlýjindi vinni bug á hálkunni svo keppendur á Ávaxtamót UÍA í frjálsum íþróttum sem vera á, á morgunn á Fáskrúðsfirði komist sína leið þangað.
Við biðjum forráðamenn keppenda að fylgjast vel með heimasíðu UÍA í fyrramálið en þar verður tilkynnt ef fresta þarf mótinu.
Skíðasambands Íslands SKÍ hefur ákveðið að svara kalli FIS með því að efna til sameiginlegs átaks allra aðildarfélaga sambandsins og skíðasvæðanna. Þessir aðilar hafa allir sameiginlega hagsmuni af því að fjölga bönum og unglingum sem heimsækja fjöllin.
Jólablað Snæfells var borið í öll hús á Austurlandi í vikunni fyrir jól. Þeir sem eru fjarstaddir geta lesið það á netinu. Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni eru frásagnir af Unglingalandsmótinu og viðtöl við ungmennafélagsfrömuðinn Jónínu Zophoníasdóttur frá Mýrum í Skriðdal og afreksíþróttamennina Hjálmar Jónsson, Heiðu Elísabetu Gunnarsdóttur og Bjarna Jens Kristinsson.
Ungmennafélag Íslands hefur verið í góðu samstarfi við nokkra lýðháskóla í Danmörku í áraraðir. UMFÍ hefur m.a. styrkt fjölmörg íslensk ungmenni til dvalar í þessum skólum og gerir enn. Einn af þeim skólum sem UMFÍ er í samstarfi við er lýðháskólinn í Viborg. Skólinn hefur nú ákveðið að bjóða nokkrum ungmennum skólastyrk á vorönn sem er frá 19. febrúar – 26. júní 2012 eða í samtals 18 vikur.
Næstu helgi verður mikið um að vera hjá frjálsíþróttafólki á Austurlandi en þá fara fram Meistaramót UÍA fyrir 11 ára og eldri og Ávaxtamót UÍA fyrir 10 ára og yngri.
Fimleikadeild Hattar heldur veglega nýárssýningu laugardaginn 14. janúar. Sýningarnar verða tvær, sú fyrri klukkan 13 og sú seinni kl 15. Þessi sýning verður bæði afmælissýning þar sem fimleikadeildin varð 25 ára seinni hluta síðasta árs og fjáröflunarsýning vegna kaupa deildarinnar á dansgólfi.
Frjálsíþróttaráð UÍA og Frjálsírþóttasamband Íslands, FRÍ tóku höndum saman og héldu æfingabúðir á Austurlandi nú um helgina. Óðinn Björn Þorsteinsson kúluvarpari heimsótti Austurland af því tilefni. Um 35 börn og unglingar víða að af Austurlandi komu í búðirnar og lærðu fjölda margt, enda ekki amalegt að nema af afreksmanni sem sótt hefur fjölda stórmóta erlendis og stefnir ótrauður á Ólympíuleika, enda vantar aðeins 17 cm í lágmarkið á þá.