Nafnaþula úr Snæfelli

Í Snæfelli, tímariti UÍA sem kom út nú fyrir jólin birtist nafnaþula sem Jónína Zophoníasdóttir á Mýrum lét okkur í té og er á þessa leið:

 

Hugans fley úr höfn ég stefni.
Hásetana tólf ég nefni.
Situr fyrsti á efstu klettum  
annar sést í flestum stéttum   
þriðja sá um þjóðbraut renna   
og þann fjórða á mínum penna   
fimmti ungan fær ei svanna   
finnst sá sjötti í skálpum granna.   
Sjöundi oft á auðs manns borði  
áttundi sitja á hræjum þorði.   
Níunda sá í austri sveima   
á sá tíundi hvergi heima   
Ellefti er und blómum borinn   
bar ég hinn tólfta á sniðil skorinn.   
Læt ég svo fleyið að landi beita
og lestu mér hvað þegnar heita.

Svanni=stúlka
skálpum granna= illindi á milli nágranna
sniðil skorinn= hnífur til að skera með og sníða

Lesendur blaðsins voru hvattir til að ráða þrautina og senda inn lausnir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í pósti á UÍA, Tjarnarási 6, 700 Egilsstaðir. Frestur til að senda inn svör átti að renna út á morgunn 10. janúar, en þar sem lítið hefur borist af svörum en við fengið fregnir af því að margir séu að brjóta heilann, ætlum við að framlengja frest til að skila inn lausnum  til 1. febrúar, í von um að kvikni á fleiri perum.

Dregið verður úr réttum lausnum og fær sá heppni glaðining frá UÍA.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok