Keppni í Bólholtsbikarnum í körfuknattleik hefst innan skamms. Áhugasamir körfuknattleiksmenn á starfsvæði á Austurlandi tóku í hittifyrra höndum saman og efndu til utandeildarkeppni í körfuknattleik í samstarfi við UÍA og með fulltingi frá Bólholti. Keppnin hefur notið mikilla vinsælda og hefur því verið ákveðið blása að þriðja sinni til leiks í Bólholtsbikarnum.
Lið UÍA var sigursælt í átakinu Hjólað í vinnuna þetta árið. Í vor hlaut liðið viðurkenningu frá ÍSÍ fyrir 1. sæti í fjölda þátttökudaga en allir þrír liðsmenn liðsins hjóluðu alla 13 daga átaksins. Nú í síðustu viku kom verkefnisstjóri umhverfismála á Fljótsdalshéraði færandi hendi á skrifstofu UÍA með viðurkenningarskjal og plöntu til handa liðinu en það varð hlutskarpast liða á Fljótsdalshéraði. Lið bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs og HEF varð í öðru sæti og lið KPMG og SKRA í því þriðja.
Tveir þýðingarmiklir knattspyrnuleikir fara fram hér eystra á morgunn, laugardag.
Höttur mætir Leikni Reykjavík í 1. deild karla í knattspyrnu á Vilhjálmsvelli á morgunn kl 14:00. Leikurinn er afar þýðingarmikill en með sigri geta Hattarmenn tryggt sér áframhaldandi sæti í deildinni.
Fjarðabyggð á einnig mikilvægan leik, á sama tíma á morgunn. En þá mætir liðið Aftureldingu á Eskifjarðarvelli. Fjarðabyggð á enn möguleika á að halda sæti sínu í 2. deild en til þess þurfa þeir að vinna báða leikna sem eftir eru og lið Gróttu að tapa báðum sínum.
Leiknir Fáskrúðsfirði á líka hörkuheimaleik kl 14:00 á laugardag en þá mæta þeir Magna í leik um þriðja sæti í þriðju deildinni.
Mikið var um að vera í knattspyrnunni hér eystra um helgina og laugardagurinn undirlagður af mikilvægum leikjum hjá liðum í fjórðungnum. Ekki fóru þeir þó allir eins og vonir stóðu til.
Farið var á Grænafell í tilefni af degi íslenskrar náttúru í gær 16. september. Gangan sem var samvinnuverkefni UÍA, Fjarðarbyggðar, Fljótsdalshrepps og Náttúrustofu Austurlands, tókst í alla staði vel.
Veðurguðirnir virðast ekki ætla að verða okkur hliðhollir í göngu á Sandfell við Fáskrúðsfjörð. Að sögn Guðrúnar Gunnarsdóttur göngustjóra er hnausþykk svartaþoka á fellinu og úrhellisrigning eins og víðar. Við hinkrum þess vegna enn um sinn með að skálma á Sandfell og verður ný dagsetning göngunnar auglýst síðar.