Bólholtsbikarinn að bresta á

 

Keppni í Bólholtsbikarnum í körfuknattleik hefst innan skamms. Áhugasamir körfuknattleiksmenn á starfsvæði á Austurlandi tóku í hittifyrra höndum saman og efndu til utandeildarkeppni í körfuknattleik í samstarfi við UÍA og með fulltingi frá Bólholti. Keppnin hefur notið mikilla vinsælda og hefur því verið ákveðið blása að þriðja sinni til leiks í Bólholtsbikarnum.

Lesa meira

Lið UÍA hlutskarpast í Hjólað í vinnuna

Lið UÍA var sigursælt í átakinu Hjólað í vinnuna þetta árið. Í vor hlaut liðið viðurkenningu frá ÍSÍ fyrir 1. sæti í fjölda þátttökudaga en allir þrír liðsmenn liðsins hjóluðu alla 13 daga átaksins. Nú í síðustu viku kom verkefnisstjóri umhverfismála á Fljótsdalshéraði færandi hendi á skrifstofu UÍA með viðurkenningarskjal og plöntu til handa liðinu en það varð hlutskarpast liða á Fljótsdalshéraði. Lið bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs og HEF varð í öðru sæti og lið KPMG og SKRA í því þriðja.

Lesa meira

Allt lagt í sölurnar á knattspyrnuvöllum hér eystra á morgunn

Tveir þýðingarmiklir knattspyrnuleikir fara fram hér eystra á morgunn, laugardag.

Höttur mætir Leikni Reykjavík í 1. deild karla í knattspyrnu á Vilhjálmsvelli á morgunn kl 14:00. Leikurinn er afar þýðingarmikill en með sigri geta Hattarmenn tryggt sér áframhaldandi sæti í deildinni.

Fjarðabyggð á einnig mikilvægan leik, á sama tíma á morgunn. En þá mætir liðið Aftureldingu á Eskifjarðarvelli. Fjarðabyggð á enn möguleika á að halda sæti sínu í 2. deild en til þess þurfa þeir að vinna báða leikna sem eftir eru og lið Gróttu að tapa báðum sínum.

Leiknir Fáskrúðsfirði á líka hörkuheimaleik kl 14:00 á laugardag en þá mæta þeir Magna í leik um þriðja sæti í þriðju deildinni.

Lesa meira

Skrifstofa UÍA lokuð til 24. september

Skrifstofa UÍA verður lokuð það sem eftir lifir þessarar viku vegna fjarveru framkvæmdastýru. Tölvupósti verður svarað eftir föngum.

Í formi á Höfn

Nágrannar okkar á Hornafirði, standa haust hvert fyrir stórskemmtilegu íþróttamóti, Í formi sem ætlað 30 ára og eldri.

Lesa meira

Gengið og glaðst á Grænafelli

Farið var á Grænafell í tilefni af degi íslenskrar náttúru í gær 16. september. Gangan sem var samvinnuverkefni UÍA, Fjarðarbyggðar, Fljótsdalshrepps og Náttúrustofu Austurlands, tókst í alla staði vel.

Lesa meira

Sandfellsgöngu frestað vegna þoku

Veðurguðirnir virðast ekki ætla að verða okkur hliðhollir í göngu á Sandfell við Fáskrúðsfjörð. Að sögn Guðrúnar Gunnarsdóttur göngustjóra er hnausþykk svartaþoka á fellinu og úrhellisrigning eins og víðar. Við hinkrum þess vegna enn um sinn með að skálma á Sandfell og verður ný dagsetning göngunnar auglýst síðar.

Urð og grjót upp í mót: Fjörug fjallgönguhelgi framundan

 

Framundan hjá UÍA er fjörug og fjölskylduvæn gönguhelgi.

Laugardaginn 15. september verður gerð önnur tilraun við Sandfell við Fáskrúðsfjörð fjall UÍA 2012, en leiðinda veður hamlaði för síðustu helgi.

Á sunnudeginum 16. september verður gengið á Grænafell í tilefni af degi íslenskrar náttúru.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ