Fundur um Getraunir

 

Annað kvöld, miðvikudagskvöld verður Pétur Hrafn Sigurðsson deildarstjóri getraunardeildar Íslenskra getrauna með fund í Slökkvistöðinni á Fáskrúðsfirði kl 20:00.

Allir velkomnir sem vilja kynna sér möguleikana sem felast í getraunastarfinu.

 

Blaktímabilið byrjar vel hjá Þrótti

Blaklið Þróttar byrjuðu keppnistímabilið af krafti síðastliðna helgi með sigrum á Aftureldingu. En þá sóttu karla- og kvennalið Aftureldingar karla- og kvennalið Þróttar heim.

Lesa meira

Æfingabúðir í frjálsum íþróttum

Helgina 20.-21. október efnir Frjálsíþróttaráð UÍA til æfingabúða fyrir alla krakka 11 ára og eldri sem áhuga hafa á frjálsum íþróttum.

Von er á góðum gestum en þau Þórey Edda Elísdóttir stangastökkvari með meiru og Guðmundur Hólmar Jónsson sjá um æfingar og fyrirlestra.

Lesa meira

Ganga á Grænafell myndir

Í myndasafnið hér á síðunni eru komnar myndir sem Skarphéðinn Þórisson tók í göngu á Grænafell 16. september síðastliðinn.

Fræðsluerindi um einelti á vegum Æskulýðsvettvangsins

Fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála verður haldið 25. október í húsnæði Björgunarsveitarinnar á Egilsstöðum, Miðási 1 kl. 17.00 – 18.30.

Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur EKKI MEIR. EKKI MEIR er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn.

Lesa meira

Hreyfivika 1.-7. október

Vikuna 1.-7. október er um alla Evrópu blásið til verkefnisins MOVE WEEK, sem hefur það að markmiði að vekja athygli á gildi íþrótta og hreyfingar sem hluta af heilbrigðum og virkum lífsstíl. Það er Ungmennafélag Íslands sem heldur utan um verkefnið hér á landi.

Lesa meira

Skemmtihelgi UMFÍ og 0%

Helgina 5.-7. október ætlar ungmennaráð UMFÍ og 0% að hittast og eyða saman helginni á Laugum í Sælingsdal. Öll ungmenni á aldrinum 16-30 ára sem vilja hittast og skemmta sér án vímuefna eru velkomin. Fæði, gisting og uppihald þátttakendum að kostnaðarlausu.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ