Um síðastliðna helgi stóð Frjálsíþróttaráð UÍA fyrir æfingabúðum á Egilsstöðum. Ríflega 30 frjálsíþróttakappar víðsvegar að af Austurlandi nutu þjálfunar og hlýddu á fyrirlestara undir stjórn Þóreyjar Eddu Elísdóttur og Guðmundar Hólmars Jónssonar.
Annað kvöld, miðvikudagskvöld verður Pétur Hrafn Sigurðsson deildarstjóri getraunardeildar Íslenskra getrauna með fund í Slökkvistöðinni á Fáskrúðsfirði kl 20:00.
Allir velkomnir sem vilja kynna sér möguleikana sem felast í getraunastarfinu.
Blaklið Þróttar byrjuðu keppnistímabilið af krafti síðastliðna helgi með sigrum á Aftureldingu. En þá sóttu karla- og kvennalið Aftureldingar karla- og kvennalið Þróttar heim.
Frjálsíþróttaráð UÍA starfrækir úrvalshóp í frjálsum íþróttum og er megin markmið hans að styðja við efnilegt frjálsíþróttafólk í fjórðungnum og efla það til enn frekari dáða í íþrótt sinni.
Fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála verður haldið 25. október í húsnæði Björgunarsveitarinnar á Egilsstöðum, Miðási 1 kl. 17.00 – 18.30.
Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur EKKI MEIR. EKKI MEIR er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn.
Vikuna 1.-7. október er um alla Evrópu blásið til verkefnisins MOVE WEEK, sem hefur það að markmiði að vekja athygli á gildi íþrótta og hreyfingar sem hluta af heilbrigðum og virkum lífsstíl. Það er Ungmennafélag Íslands sem heldur utan um verkefnið hér á landi.
Helgina 5.-7. október ætlar ungmennaráð UMFÍ og 0% að hittast og eyða saman helginni á Laugum í Sælingsdal. Öll ungmenni á aldrinum 16-30 ára sem vilja hittast og skemmta sér án vímuefna eru velkomin. Fæði, gisting og uppihald þátttakendum að kostnaðarlausu.