Þrír Austfirðingar fá viðurkenningu IAAF

Í tilefni af 100 ára afmæli IAAF (International Association of Athletics Federations) var Frjálsíþróttasambandi Íslands falið að úthluta viðurkenningum til 30 einstaklinga hér á landi fyrir framúrskarandi framlag þeirra til íþróttarinnar. Þrír Austfirðingar voru í þessum hópi þau Dóra Gunnarsdóttir, Egill Eiðsson og Unnar Vilhjálmsson en þau að góðu kunn fyrir farsælan keppnisferil, uppbyggingu og útbreiðslu frjálsra íþrótta innan vébanda UÍA sem og á stærri vettvangi. Afhending viðurkenninganna fór fram á uppskeruhátíð FRÍ  síðastliðinn laugardag.

Lesa meira

Fjölbreytt dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli Hugins Fellum

Ungmennafélagið Huginn Fellum fagnar nú 80 ára afmæli en félagið var stofnað 16. október 1932 á Ormarsstöðum í Fellum og voru stofnfélagar 29 talsins. Í tilefni afmælisins stendur félagið, í samvinnu við Fellaskóla sem um þessar mundir fagnar 25 ára afmæli, fyrir fjölbreyttri íþróttadagskrá.

Lesa meira

EKKI MEIR fræðsluerindi um einelti á Egilsstöðum í dag.

 

Fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála verður haldið 25. október í húsnæði Björgunarsveitarinnar á Egilsstöðum, Miðási 1 kl. 17.00 – 18.30.

Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur EKKI MEIR. EKKI MEIR er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn.

Lesa meira

Vetrarhlaupasyrpa Hlaupahéranna að hefjast

 

Fyrst hlaupið í vetrarhlaupasyrpu Hlaupahéranna á Egilsstöðum fer fram næstkomandi laugardag.

Eins og undanfarin ár stendur skokkhópurinn Hlaupahérarnir á Egilsstöðum fyrir vetrarhlaupasyrpu í vetur. Hlaupin fara fram síðasta laugardag í mánuði frá október og fram í mars (nema desemberhlaupið sem verður á gamlársdag).  Hlaupnir eru 10 km með tímatöku og gefur þátttaka í hverju hlaupi 1-5 stig. Stigahæstu einstaklingarnir verða svo verðlaunaðir í lok tímabilsins. Í ár verður einnig boðið uppá 5 km hlaup með tímatöku en þau gefa ekki stig.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ