Þrír Austfirðingar fá viðurkenningu IAAF
Í tilefni af 100 ára afmæli IAAF (International Association of Athletics Federations) var Frjálsíþróttasambandi Íslands falið að úthluta viðurkenningum til 30 einstaklinga hér á landi fyrir framúrskarandi framlag þeirra til íþróttarinnar. Þrír Austfirðingar voru í þessum hópi þau Dóra Gunnarsdóttir, Egill Eiðsson og Unnar Vilhjálmsson en þau að góðu kunn fyrir farsælan keppnisferil, uppbyggingu og útbreiðslu frjálsra íþrótta innan vébanda UÍA sem og á stærri vettvangi. Afhending viðurkenninganna fór fram á uppskeruhátíð FRÍ síðastliðinn laugardag.