Björg Blöndal heiðursfélagi ÍSÍ

Björg Sigurðardóttir Blöndal var um helgina gerð að heiðursfélaga í Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands. Björg fór lengi fyrir skíðastarfi UÍA.

Lesa meira

Tvær breytingar á stjórn UÍA

Tvær breytingar urðu á aðalstjórn UÍA á þingi sambandsins sem haldið var í Egilsbúð í Neskaupstað á sunnudaginn var. Afkoma félagsins á síðasta ári var mjög góð og starfsemin gekk mjög vel.

Lesa meira

Huginn og Höttur ganga yfir Fjarðarheiði

Íþróttafélögin Huginn og Höttur taka þátt í göngu yfir Fjarðarheiði á sunnudag sem farin er til að leggja áherslu á baráttuna fyrir veggöngum í gegnum heiðina.

Lesa meira

Grímur og Þóroddur fengu gullmerki ÍSÍ

 

Þóroddur Helgason Seljan og Grímur Magnússon voru sæmdir gullmerki Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í tengslum við þing UÍA í Neskaupstað á sunnudag fyrir störf sín í þágu íþróttahreyfingarinnar.

 

Lesa meira

Þorbjörg Ólöf íþróttamaður UÍA

Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, blakkona úr Þrótti, er íþróttamaður UÍA árið 2012. Þetta var tilkynnt á þingi sambandsins sem haldið var í Neskaupstað á sunnudag.

Lesa meira

Norræn ungmennavika í sumar: Víðsýni unga fólksins

Ungmennavika NSU (Nordiske Samorganisation for Ungdomsarbejde) Panorama of Youth – verður haldin á Sólheimum dagana 1.-8.júlí nk. Þema vikunnar er víðsýni, samvinna, traust og umburðarlyndi en þessa þætti verður unnið með í gegnum íþróttir og leik. Markmiðið er að auka víðsýni þátttakenda fyrir ólíkum einstaklingum og auka umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra. Unnið verður með  óformlegt nám og því skipa hreyfing, útivera og vettvangsferðir stóran sess í dagskrá vikunnar.

Lesa meira

Átta hlutu starfsmerki UÍA

Átta Norðfirðingar voru sæmdir starfsmerki UMFÍ fyrir óeigingjarnt starf í þágu hreyfingarinnar á þingi sambandsins í Neskaupstað á sunnudag.

Lesa meira

Ungt fólk og lýðræði: Talið um málefnið en ekki andstæðinginn

Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs og fyrrverandi framkvæmdastjóri UÍA, var meðal þeirra sem ávörpuðu ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði sem haldin var á vegum UMFÍ á Egilsstöðum fyrir skemmstu. Við birtum hér ræðu Stefáns Boga nokkurn vegin eins og hann flutti hana.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ