Norræn ungmennavika í sumar: Víðsýni unga fólksins
Ungmennavika NSU (Nordiske Samorganisation for Ungdomsarbejde) Panorama of Youth – verður haldin á Sólheimum dagana 1.-8.júlí nk. Þema vikunnar er víðsýni, samvinna, traust og umburðarlyndi en þessa þætti verður unnið með í gegnum íþróttir og leik. Markmiðið er að auka víðsýni þátttakenda fyrir ólíkum einstaklingum og auka umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra. Unnið verður með óformlegt nám og því skipa hreyfing, útivera og vettvangsferðir stóran sess í dagskrá vikunnar.
Þátttakendur í ungmennaviku fá þjálfun í að skipuleggja, halda utan um og framkvæma viðburði sem hvetja fólk til þátttöku og hreyfingar sér til heilsubótar. Þátttakendur munu vinna áfram með verkefni sín eftir ungmennavikuna í samstarfi við UMFÍ.
Ísland á sæti fyrir sex ungmenni á aldrinum 16.-30. ára og einn leiðtoga eldri en 20.ára. Þátttökugjald fyrir þátttakendur er 25.000 kr. og allt innifalið. Allur kostnaður er greiddur fyrir leiðtoga.
Leiðtoginn þarf að vera skipulagður, sjálfstæður, eldri en 20.ára og hafa gott vald á einu norðurlandamál. Leiðtoginn mun jafnframt taka þátt í nánari skipulagi ungmennavikunnar og sækja fund til Kaupmannahafnar í lok maí. Tungumál ungmennavikunnar verður danska eða annað norðurlandamál.
Umsóknarfrestur rennur út 10.maí nk.fyrir þátttakendur. Í umsókn þurfa að koma fram helstu upplýsingar, nafn, aldur, heimilisfang, nöfn forráða manna eftir umsækjandi er undir 18.ára aldri og upplýsingar um færni á norðurlandamáli. Stutt ágrip af helstu áhugamálum, námi og af hverju viðkomandi hefur áhuga á að taka þátt.
Umsóknarfrestur fyrir leiðtoga rennur út 30.apríl nk. Í umsókn þurfa að koma fram sömu upplýsingar og að ofan.
Allar nánari upplýsingar veitir Sabína Steinunn, landsfulltrúi UMFÍ, á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 568-2929.