Tvær breytingar á stjórn UÍA

Tvær breytingar urðu á aðalstjórn UÍA á þingi sambandsins sem haldið var í Egilsbúð í Neskaupstað á sunnudaginn var. Afkoma félagsins á síðasta ári var mjög góð og starfsemin gekk mjög vel.

Guðrún Sólveig Sigurðardóttir, Þrótti, og Sóley Dögg Birgisdóttir, Neista koma inn í stað þeirra Sigrúnar Helgu Snæbjörnsdóttur og Vilborgar Stefánsdóttur, Blæ.

Gunnar Gunnarsson var endurkjörinn formaður sambandsins en auk hans halda Gunnlaugur Aðalbjarnarson og Jósef Auðunn Friðriksson áfram í stjórninni.

Stjórn var falið að finna þriðja varamanninn af norðursvæði sambandsins í stað Jóhanns Atla Hafliðasonar, Neista, sem gaf ekki kost á sér áfram. Stefán Bogi Sveinsson, UMF Fram og Böðvar Bjarnason, Hetti sitja áfram í varastjórn.

Á þinginu var kynnt skýrsla stjórnar fyrir síðasta ár og ársreikningur en afgangur varð af rekstri sambandsins upp á 2,3 milljónir króna.

Meðal helstu verkefna sambandsins á síðasta ári voru Sumarhátíð, ferð á Unglingalandsmót, farandþjálfun og frjálsíþróttaskóli. Þá tókst sambandið á við ný verkefni eins og Tour de Ormurinn og rathlaupið Bjart.

Á þinginu var meðal annars rætt um félagsvitund en mörg félög virðast eiga erfitt með að manna stjórnir. Ferðakostnaður hreyfingarinnar var einnig til umræðu en hann hefur hækkað verulega síðustu misseri.

Reglum um afrekssjóð var breytt á þann hátt að stjórn UÍA hefur rýmri heimildir til að nýta fjármagn í hann í ferðir á vegum sambandsins í kringum stærri mót. Þá voru samþykktar breytingar á lögum félagsins þar sem fulltrúum á þingi er heldur fækkað. Er það í samræmi við raunmætingu á þingið.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok