Grímur og Þóroddur fengu gullmerki ÍSÍ

 

Þóroddur Helgason Seljan og Grímur Magnússon voru sæmdir gullmerki Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í tengslum við þing UÍA í Neskaupstað á sunnudag fyrir störf sín í þágu íþróttahreyfingarinnar.

 

 

Þóroddur, sem fæddur er árið 1956, hefur þjálfað upp nokkrar kynslóðir glímumanna og er enn að. Hann var sæmdur gullmerki Glímusambands Íslands árið 2008 fyrir frábært starf í þágu glímunnar á Íslandi. Starfsmerki UÍA fékk hann árið 2011.

Grímur er fæddur árið 1950 og hefur starfað fyrir blakdeild Þróttar áratugum saman. Grímur er einn af „feðrum“ blaksins á Norðfirði, einni öflugustu blakdeild landsins.

Grímur hefur setið í nefndum og ráðum Blaksambandsins og verið dómari á vegum sambandsins um árabil.

Grímur er enn að, þjálfar, dæmir og hjálpar þar sem þess er þörf. Hann tók við orðunni þar sem hann var við störf á yngri flokka móti í blaki. Hann fékk starfsmerki UÍA árið 1987.

Hafsteinn Pálsson úr stjórn ÍSÍ kom fyrir hönd sambandsins á þingið og afhenti starfsmerkin.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok