Huginn og Höttur ganga yfir Fjarðarheiði

Íþróttafélögin Huginn og Höttur taka þátt í göngu yfir Fjarðarheiði á sunnudag sem farin er til að leggja áherslu á baráttuna fyrir veggöngum í gegnum heiðina.

Það er „Göngum, göngum“ hópurinn á Seyðisfirði sem stendur fyrir göngunni en þessi ákveðna ganga er tengd 100 ára afmæli Hugins.

Gangan hefst á slaginu 12 á hádegi sunnudaginn 21. apríl. Eins og venjulega verður farið frá Herðubreið. Fólk er hvatt til að búa sig eftir veðri, og sniðugt er að hafa vatnsflösku og smá nesti.

En af því að þessi ganga er líka Huginsganga er vel við hæfi að hafa gulan og svartan lit áberandi. Bæjarbúar eru allir hvattir til að taka þátt í göngunni, engin krafa er um það að fara alla leið yfir fjallið. Einn góður kostur er að ganga upp í skíðaskála og fá sér þar kaffi eða kakóbolla.

Í boði er að koma á tveimur jafnfljótum, reiðhjólum, rúlluskautum, hlaupahjólum, kerru, barnavagni eða bara hvernig sem fólk helst vill taka þátt.

Hattarmenn ætla að sýna Huginsmönnum stuðning og ganga til móts við þá. Lagt verður af stað frá Selskógi kl 10:00 n.k. sunnudag 21. apríl 2013 og gengið upp á Norðurbrún Egilsstaðamegin. Reikna má með að gangan taki rúmar 2 klst.

Allir eru hvattir til að taka þátt en útfærsla á göngunni er í höndum þátttakanda um hvort styttri leið verði farin eða annar fararmáti verði fyrir valinu á heimleið. Klæðaburður verður að vera eftir veðri og vindum. Hattarklæðnaður er ákjósanlegur og gult vesti yfir svo allir sjáist.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok