Bjarmi í úrvalshópi FRÍ

Bjarmi Hreinsson, sextán ára frjálsíþróttamaður úr Hetti, hefur verið valinn til æfinga með úrvalshóp FRÍ. Alls mæta 109 unglingar á aldrinum 15-22 af öllum aldri til æfinga.

Lesa meira

Skoðunarmenn reikninga

Eftirtaldir voru kjörnir skoðunarmenn reikninga á 59. sambandsþingi UÍA.

Aðalskoðunarmenn:
Sigurbjörg Hjaltadóttir, Reyðarfirði
Sigurjón Bjarnson, Egilsstöðum

Varaskoðunarmenn:
Gunnar Jónsson, Eskifirði
Margrét Vera Knútsdóttir, Seyðisfirði

Fulltrúar á faraldsfæti

Elín Rán Björnsdóttir formaður UÍA og Stefán Bogi Sveinsson framkvæmdastjóri voru á faraldsfæti fyrir helgina og funduðu á Djúpavogi og Stöðvarfirði.

Lesa meira

Þingi frestað

UÍA þingi, sem vera átti á Seyðisfirði 4. apríl, hefur verið frestað um óákveðinn tíma af óviðráðanlegum orsökum. Ný dagsetning verður staðfest á allra næstu dögum.

Fyrsta umferð Malarvinnslubikarsins lokið

Þá er fyrstu umferð Malarvinnslubikarsins lokið að undanskildum leik Hattar og Einherja.

 

Einhver flensa herjar á Vopnfirðinga þessa dagana og eiga þeir því erfitt með að manna sitt lið. Höttur hefur samþykkt að fresta leik þeirra sem átti að vera í fyrstu umferð um óákveðin tíma. En óhætt er að segja að menn séu á skotskónum því hvorki fleiri né færri en 27 mörk hafa litið dagsins ljós í fjórum leikjum. Ef fólk hefur áhuga á að sjá skemmtun og mörg mörk er tilvalið að fara á völlinn og sjá aðra umferð Malarvinnslubikarsins sem verður leikin á sunnudag og mánudag.

Önnur umferð:

A-riðill

Dags Tími Leikur Völlur

06/25/2006 20:00 Þristur - Höttur B Eiðavöllur

06/25/2006 16:00 UÍB - UMFB Þórshafnarvöllur

B-riðill

Dags Tími Leikur Völlur

06/25/2006 20:00 BN96 - KE Neskaupsstað

06/25/2006 20:00 Súlan - 06. apríl Stöðvarfjarðarvelli

06/26/2006 20:00 Dýnamó - HRV FC Mánavöllur, Höfn

Félagsmálaskóla frestað

Námskeiði 4 í Félagsmálskóla UÍA sem halda átti í kvöld hefur verið frestað. Námskeiðið verður þess í stað haldið þann 7. apríl.

Lesa meira

Dregið í Malarvinnslubikarnum

Það skráðu sig 11 lið til keppni í Malarvinnslubikarnum að þessu sinni og hafa aldrei verið fleiri.

Það er ljóst að fótboltaáhugamönnum hefur fjölgað frá því í fyrra eða þeir vaknað af dvala, en það má geta þess að HM í knattspyrnu er um þessar mundir og því kannski einhverjir sem fá fiðring í tærnar. Það eru þrjú ný lið sem hafa tilkynnt þátttöku sína þetta sumarið en það eru HRVfc, 06apríl og hið fornfræga lið Súlunnar. Fundur verður haldin með forsvarsmönnum félaganna í kvöld á skrifstofu UÍA og hefst hann klukkan 20:00. Stefnt er á að fyrsta umferð í Malarvinnslubikarnum verði á sunnudag.

Í kvöld var dregið í Malarvinnslubikarnum í knattspyrnu og eru númer liðanna sem hér segir.

 

A riðill
1. UÍB
2. UMFB
3. Höttur B
4. Einherji
5. Þristur

B riðill
1. BN’96
2. KE
3. HRV
4. 06. apríl
5. Dynamó Höfn
6. Súlan

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ