Fulltrúar á faraldsfæti

Elín Rán Björnsdóttir formaður UÍA og Stefán Bogi Sveinsson framkvæmdastjóri voru á faraldsfæti fyrir helgina og funduðu á Djúpavogi og Stöðvarfirði.

Fyrst var snæddur hádegisverður á Hótel Framtíð á Djúpavogi, en þann fund sátu fulltrúar úr stjórn Ungmennafélagsins Neista og Golfklúbbs Djúpavogs auk Björns Hafþórs Guðmundssonar sveitarstjóra sem bauð til hádegisverðarins.

Á fundinum var farið yfir blómlegt starf félaganna og myndarlega aðkomu sveitarfélagsins að starfseminni. Rætt var um Sumarhátíð UÍA og dagskrá Neista vegna yfirstandandi afmælisárs, en félagið er 90 ára á þessu ári.

Á leiðinni til baka var síðan komið við á Stöðvarfirði og rætt við fulltrúa úr stjórn ungmennafélagsins Súlunnar. Bar þar margt á góma. Farið var yfir starf félagsins en það opnaði nýlega tækjasal í íþróttaahúsi staðarins og stendur fyrir opnum íþróttatímum í húsinu. Einnig var rætt um mögulega þátttöku félagsins í verkefni UÍA, Farandþjálfun á Austurlandi 2009, sem nánar verður kynnt aðildarfélögum UÍA á næstu dögum.

Aðspurð segir Elín að hún telji mikilvægt að forsvarsmenn UÍA heimsæki aðildarfélögin reglulega til að skapa persónuleg tengsl og ræða málin. Á árinu 2009 hafa formaður og framkvæmdastjóri heimsótt íþróttafélög á Vopnafirði, Seyðisfirði, Reyðarfirði og nú Djúpavogi og Stöðvarfirði. Stefnt er að því að heimsækja fleiri staði á næstu vikum.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok