Dregið í Malarvinnslubikarnum

Það skráðu sig 11 lið til keppni í Malarvinnslubikarnum að þessu sinni og hafa aldrei verið fleiri.

Það er ljóst að fótboltaáhugamönnum hefur fjölgað frá því í fyrra eða þeir vaknað af dvala, en það má geta þess að HM í knattspyrnu er um þessar mundir og því kannski einhverjir sem fá fiðring í tærnar. Það eru þrjú ný lið sem hafa tilkynnt þátttöku sína þetta sumarið en það eru HRVfc, 06apríl og hið fornfræga lið Súlunnar. Fundur verður haldin með forsvarsmönnum félaganna í kvöld á skrifstofu UÍA og hefst hann klukkan 20:00. Stefnt er á að fyrsta umferð í Malarvinnslubikarnum verði á sunnudag.

Í kvöld var dregið í Malarvinnslubikarnum í knattspyrnu og eru númer liðanna sem hér segir.

 

A riðill
1. UÍB
2. UMFB
3. Höttur B
4. Einherji
5. Þristur

B riðill
1. BN’96
2. KE
3. HRV
4. 06. apríl
5. Dynamó Höfn
6. Súlan

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok