Dregið í Malarvinnslubikarnum
Það skráðu sig 11 lið til keppni í Malarvinnslubikarnum að þessu sinni og hafa aldrei verið fleiri.
Það er ljóst að fótboltaáhugamönnum hefur fjölgað frá því í fyrra eða þeir vaknað af dvala, en það má geta þess að HM í knattspyrnu er um þessar mundir og því kannski einhverjir sem fá fiðring í tærnar. Það eru þrjú ný lið sem hafa tilkynnt þátttöku sína þetta sumarið en það eru HRVfc, 06apríl og hið fornfræga lið Súlunnar. Fundur verður haldin með forsvarsmönnum félaganna í kvöld á skrifstofu UÍA og hefst hann klukkan 20:00. Stefnt er á að fyrsta umferð í Malarvinnslubikarnum verði á sunnudag.
Í kvöld var dregið í Malarvinnslubikarnum í knattspyrnu og eru númer liðanna sem hér segir.
A riðill
1. UÍB
2. UMFB
3. Höttur B
4. Einherji
5. Þristur
B riðill
1. BN’96
2. KE
3. HRV
4. 06. apríl
5. Dynamó Höfn
6. Súlan