Bjarmi í úrvalshópi FRÍ

Bjarmi Hreinsson, sextán ára frjálsíþróttamaður úr Hetti, hefur verið valinn til æfinga með úrvalshóp FRÍ. Alls mæta 109 unglingar á aldrinum 15-22 af öllum aldri til æfinga.

Bjarmi er valinn í hópinn fyrir árangur sinn í sleggjukasti síðasta sumar. Hann átti langlengsta kastið í sínum aldursflokki í fyrra þegar hann þeytti sleggjunni 44,48 metra á Sumarleikum HSÞ. Bjarmi hefur einnig staðið sig gríðarlega vel í kúluvarpi og kringlukasti. Hann á ekki langt að sækja kasthæfileikana, en faðir hans er Hreinn Halldórsson. Karen Inga Ólafsdóttir, unglingalandsliðsþjálfari FRÍ, sér um æfingabúðirnar.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok