Leikið í 3. deild í gærkvöld
Neisti og Höttur léku á Djúpavogsvelli í gærkvöld við fín vallarskilyrði. Höttur eru nú búnir að fá til sín tvo makedóníumenn og mæta með sterkt lið til leiks. Samt sem áður lentu þeir í töluverðum vandræðum með lið Neista.
Hallur Ásgeirsson skoraði fyrir Neista strax í upphafi leiks eftir sofanda hátt í vörn Hattar. Þá fóru Hattar menn að sækja í sig veðrið og það var sóknarmaðurinn ungi og efnilegi Högni Helgason sem skoraði með fallegu skoti af 25 metra færi. Í seinni hálfleik kom Gorazd Mihailov Hattarmönnum yfir og það var svo Aðalsteinn Ingi Magnússon sem sló síðasta smiðshöggið á góðan sigur Hattar. 3-1 sigur Hattar staðreynd og þeir eru nú efstir í riðlinum með 9 stig. Neisti er í 5. sæti með 3 stig.