Formaður og framkvæmdastjóri UÍA hafa farið um Austurland á síðustu misserum og fundað með aðildarfélögum UÍA. Í gærkvöldi var fundað með aðildarfélögum á Neskaupstað, var það fjölmennur og góður fundur sem bar hinum öfluga íþróttastarfi á Neskaupstað glöggt vitni.
Ungmennafélag Íslands óskar eftir að ráða verkefnisstjóra til að vinna að undirbúningi og framkvæmd 14. Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður á Egilsstöðum 29.-31. júlí 2011.
Körfuknattleiksráð UÍA stendur fyrir utandeildarkeppni í körfubolta, Bólholtsbikarnum. Sex lið eru skráð til leiks og má eiga vona á skemmitlegri og spennandi keppni framundan.
Meistaramót UÍA frjálsum íþróttum fyrir 10 ára og yngri fer fram laugardaginn 5. febrúar kl í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði. Mótið hefst kl 11:00 og verður keppt í flokkum polla og pæja 8 ára og yngri og hnokka og hnáta 9-10 ára í 40 m hlaupi, langstökki án atrennu, boltakasti og þrautabraut.