Annar Íslandsmeistaratitill austur

Keppendur UÍA fara mikinn á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 ára sem stendur nú yfir í Laugardalshöllinni.

Daði Fannar Sverrisson sigraði í dag í 60 m grindahlaupi 15 ára pilta á tímanum 9,73 sek en í gær var Örvar Þór Guðnason hlutskarpastur í hástökki 18-19 ára ungkarla. Heiðdís Sigurjónsdóttir hafnaði í öðru sæti í 800 m hlaupi 15 ára stúlkna á tímanum 2,33,01 mín og í þrístökki í sama flokki með stökk upp á 10,00 m, Sigríður Tinna Sveinbjörnsdóttir varð önnur i 1500 m hlaupi 16 ára stúlkna á tímanum 6,33,96. Daði Fannar hafnaði í öðru sæti í kúluvarpi 15 ára pilta með kasti uppá 12, 82 m. Óskum við okkar fólki til hamingju með árangurinn.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok