Glæsilegur sigur í gærkvöldi

Þróttur sigraði HK 3:1, í fyrstu viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna sem fór fram í Neskaupstað í gærkvöldi.

Lesa meira

Ótal austfirskir sigrar

Síðastliðinn laugardag hélt Glímudeild Vals, í samstarfi við Glímusamband Íslands, Grunnskólamót í glímu.

Grunnskóli Reyðarfjarðar fagnaði sigri í heildarstigkeppni mótsins, auk þess sem tveir austfirskir glímumeistarar hömpuðu skólameistaratitlum.  Í sjöunda bekk vann Haraldur Eggert Ómarsson alla andstæðinga sína sex og í tíunda bekk varð Patrekur Stefánsson efstur með þrjá vinninga. Þar að auki nældu Austfirðingar sér í fern silfurverðlaun og fern bronsverðlaun á mótinu.

Lesa meira

Helgi lætur af stöfum í stjórn ÍSÍ

Helgi Sigurðsson sem hefur undanfarin tvö ár setið, sem fulltrúi UÍA, í stjórn ÍSÍ lét af störfum á Íþróttaþingi ÍSÍ síðastliðna helgi.

Lesa meira

Myndlistarsamkeppni UÍA

Í tilefni af 70 ára afmæli Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, UÍA hefur verið ákveðið að efna til myndlistarsamkeppni milli grunnskólabarna í 1.-4. bekk á Austurlandi.

Lesa meira

Þróttur kominn í úrslit

Lið Þróttar sótti KA heim í öðrum leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki kvenna í gærkvöldi. Þróttur sigraði 3-0. Fyrstu tvær hrinurnar sigruðu okkar stúlkur með sannfærandi hætti 25-13, 25-11, til tíðinda dró í lokahrinunni og var hún jöfn og æsispennandi en lauk með sigri Þróttar 28-26.

Lesa meira

Æsispennandi Austurlandsmót

Austurlandsmót í blaki var fór fram á Seyðisfirði síðastliðinn sunnudag. Huginn sá um framkvæmd mótsins sem var hið skemmtilegasta. 19 lið víðsvegar að af Austulandi mættu til leiks og var keppni jöfn og æsispennandi í öllum deildum, en leikið var í A deild karla og A og B deildum kvenna.

Lesa meira

Úrslitarimman hefst í kvöld

Fyrsti leikurinn, milli Þróttar og HK, í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna fer fram í kvöld.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ