Síðastliðna helgi tóku 9 lið frá Þrótti þátt í fyrri hluta Íslandsmóts hjá 6., 5. og 3. flokki, sem fór fram í Kórnum í Kópavogi. Að venju var Þróttur með fjölmennasta hópinn á mótinu en alls tóku 41 lið þátt í mótinu í 8 mismunandi deildum.
Lið Þróttar stóðu sig með stakri prýði og voru oftar en ekki efst eða ofarlega í sínum keppnisflokkum.
Knattspyrnuakademía Tandrabergs og yngri flokka Fjarðabyggðar fór fram í Höllinni nú, á föstudag og laugardag. Alls mættu milli 150 og 160 börn til leiks, það er örlítil fækkun frá í fyrra, en nú setti veðrið nokkurt strik í reikninginn.
Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða með öðrum þeim hætti sem telst bæta þekkingu þeirra í þjálfun og mun þar með nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi.
Fimleikadeildar Hattar stendur fyrir fimleikamóti laugardaginn 17. nóvember í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Í tengslum við mótið fer fram formleg afhending styrkja úr Spretti afrekssjóði UÍA og Alcoa og undirritun á samstarfssamningi Hattar, UÍA og ME vegna nýstofnaðs afrekshóps í fimleikum.
Laugardaginn 27. október síðaðastliðinn fór fram fjölþætt glímumót á Reyðarfirði, en þar var haldin fyrsta umferð í meistaramótsröðinni 16 ára og eldri, Íslandsmeistaramót og Sveitarglíma 15 ára og yngri.
Keppendur voru um 70 talsins og komu víðsvegar að. UÍA átti þar myndarlegan hóp sem taldi 20 keppendur. Allir stóðu þeir sig hið besta, sýndu falleg tilþrif og skiluðu ótal verðlaunum í hús. Mikil og góð stemming var í húsinu og ætlaði þar allt um koll að keyra í mest spennandi viðureignum í sveitaglímunnar.
Hátíðarhöld í tilefni af 80 ára afmæli Hugins í Fellum frestuðust vegna veðurofsa í síðustu viku.
Nú verður gerð önnur tilraun og skákmót fyrir unga sem aldna verður haldið fimmtudagskvöldið 8. nóvember kl. 20 og borðtennismót verður laugardaginn 10. nóvember kl. 11. Það er einnig ætlað öllum aldurshópum. Báðir viðburðir fara fram í Fellaskóla.
Íslands fagnaði nú um helgina 40 ára afmæli sínu. Af því tilefni voru veitt ýmis heiðursmerki fyrir vel unnin störf og rataði eitt slíkt hingað austur en Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir blakdeild Þróttar fékk silfurmerki fyrir ötult starf í þágu hreyfingarinnar.