Akstursíþróttamenn stofna nýtt sérsamband

Stofnþing Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS) var haldið í gær í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Með stofnun AKÍS eru sérsambönd innan ÍSÍ orðin 29 talsins. Akstursíþróttir eru stundaðar innan vébanda átta héraðssambanda/íþróttabandalaga og er UÍA eitt þeirra.

Lesa meira

Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar fær verðlaun í Þrekraunum

Þrekraunir er nafn á samnorrænu verkefni þar sem  7. og 8. bekkir grunnskóla Norðurlandanna keppa í hinum ýmsu íþróttaæfingum og færa niðurstöður inn á vef verkefnisins sem finna má á heimasíðu verkefnisins. Íþróttakennarar skólanna hafa veg og vanda að framkvæmd verkefnisins þannig að tryggt sé eins og hægt er að allir framkvæmi æfingarnar með sama hætti.

Lesa meira

Gleðigjafir Landflutninga til styrktar barna- og ungilngastarfi á Austurlandi

Landflutningar Samskip bjóða nú upp á frábært jólapakkatilboð sem ber nafnið Gleðigjafir. Hægt er að senda jólagjafir hvert á land sem er fyrir 790 kr, og rennur andvirði flutningsgjalda til og frá Austurlandi óskipt til barna- og unglingastarfs á svæðinu.

Við hvetjum alla til að nýta sér þetta tilboð og styðja í leiðinni við barna- og unglingastarf á Austurlandi. 

Lesa meira

Gleðileg jól: Jólafrí hjá UÍA

Starfsfólk UÍA, stjórn og Sprettur Sporlangi óska Austfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Skrifstofan er farin í frí og ekki verður viðvera þar fyrr en eftir áramót. Við vöktum þó póstinn okkar This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og símann 471-1353.

Lesa meira

Þróttur á toppi Mikasadeildarinnar

Í gær lék kvennalið Þróttar í blaki sinn síðasta leik á árinu er þær mættu Stjörnunni í kraftmiklum leik í Neskaupstað.

Lesa meira

Fjölmennt Herumót í blaki

Um 170 keppendur í 22 liðum víðsvegar að af Austurlandi tóku þátt í Herumótinu sem fram fór síðastliðinn laugardag í íþrótthúsinu á Egilsstöðum. Með þátttöku sinni styrktu keppendur Heru Ármannsdóttur blakara með meiru, sem nú glímir við alvarleg veiknindi. 

Lesa meira

Ásmundur Hálfdán á toppi styrkleikaleikalista unglinga hjá Glímusambandinu

Á heimasíðu Glímusambands Íslands má nú finna styrkleikalista glímumanna 2012. Á listanum er að finna nokkra glimumenn frá UÍA. Í flokki unglinga trjónir UÍA maðurinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson á toppnum, félagar hans Hjörtur Elí Steinþórsson er í þriðja sæti í sama flokki og Svanur Ómarsson í því fjórða. Í flokki karla er Magnús Karl Ásmundsson í 5. sæti, bróðir hans Ásmundur Hálfdán í því 7.-8. sæti og Hjörtur Elí Steinþórsson er þrettándi á listanum. Í flokki kvenna situr Eva Dögg Jóhannsdóttir UÍA í þriðja sæti og stallsystir hennar Þuríður Lillý Sigurðardóttir í því fimmta.

Lesa meira

Matthías þjálfari Þróttar tekur við kvennalandsliðinu

 

Matthías Haraldsson, þjálfari Þróttar í Neskaupstað, hefur verið ráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í blaki. Hann tekur við af Apostol Apostolov, sem þjálfaði Þróttarliðið á undan Matthías en sá tekur við karlalandsliðinu.

Lesa meira

Bingó hjá Freyfaxa í kvöld

Hið árlega bingó Hestamannafélagsins Freyfaxa verður haldið að Iðavöllum fimmtudaginn 6. desember. Þar verða í boði glæsilegir vinningar að venju. Húsið mun opna kl. 20:00 og munu leikar hefjast um kl. 20:15 eða þegar allir hafa náð að festa sér bingóspjöld fyrir kvöldið.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ