Fjölmennt Herumót í blaki
Um 170 keppendur í 22 liðum víðsvegar að af Austurlandi tóku þátt í Herumótinu sem fram fór síðastliðinn laugardag í íþrótthúsinu á Egilsstöðum. Með þátttöku sinni styrktu keppendur Heru Ármannsdóttur blakara með meiru, sem nú glímir við alvarleg veiknindi.
Auk þess sem safnaðist í þátttökugjöld bárust styrkir frá fjölmörgum blakdeildum og einstaklingum sem ekki sáu sér fært að mæta í sjálfa keppnina.
Blakdeild Hattar sá um framkvæmd mótsins og er afar ánægð með hvernig til tóks og vonast til að þetta litla framtak létti undir með Heru og fjölskyldu hennar.