Alþjóðleg hreyfivika, Move week er handan við hornið. Hún hefst mánudaginn 29. september og stendur til 5. október. ISCA-samtökin (International Sport and Culture Association) halda utan um verkefnið á alþjóðavísu en Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) er aðili að samtökunum og fylgir því eftir hérlendis. Markmið vikunnar er að hvetja sem Evropubúa til að finna sér hreyfingu við hæfi og stunda hana sér til gleði og heilsueflingar.
Hér á Austurlandi er dagskráin afar fjölbreytt og glæsileg og ljóst að víða verður allt á iði þessa viku þegar íþróttafélög, frístundahópar, sveitarfélög, stofnanir og einstaklingar leggjast á eitt til að hvetja nærsamfélag sitt til hreyfingar og heilsusamlegs lífernis.
Í tilefni af degi íslenskrar náttúru á morgun, þriðjudaginn 16. september, mun Brynja Davíðsdóttir, umhverfis- og náttúrufræðingur og landvörður að Teigarhorni, taka á móti gestum kl. 16:00 og sýna safn geislasteina á Teigarhorni auk þess að fræða gesti um fjölþætt starf landvarðar á hinu friðlýsta svæði. Í framhaldi verður farið í gönguferð þar sem fyrirhugaður göngustígur verður lagður um nærsvæðið og um leið sagt frá því helsta sem fyrir augu ber er varðar fjölbreyttar náttúru- og menningarminjar á Teigarhorni.
Ólafía Ósk Svanbergsdóttir sundstelpa úr Þrótti tók þátt í Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í sundi sem fram fór í Ásvallalaug í Hafnarfirði nú um helgina með stórgóðum árangri. Ólafía Ósk hafnaði í öðru sæti í 50 m skriðsundi og í þriðja sæti í 50 m bringusundi.
Mótið tókst í alla staði vel og bar árangur keppenda því glöggt vitni hversu mikil gróska er í sundíþróttum fatlaðra um þessar mundir. Alls féllu 12 Íslandsmet á mótinu.
Blakveturinn byrjar aldeilis af krafti hjá yngri flokkum Þróttar. En nú um helgina fer fram, í Neskaupstað, Íslandsmót hjá 2. og 4. flokki.
Von er á að um 100 ungir blakarar mæti til leiks og ljóst að krakkarnir í Þrótti munu taka vel á móti þeim en reiknað er með um 50 krakkar úr Þrótti taki þátt.
Keppni í Bólholtsbikarnum í körfuknattleik hefst innan skamms. Áhugasamir körfuknattleiksmenn á starfsvæði á Austurlandi tóku árið 2011 höndum saman og efndu til utandeildarkeppni í körfuknattleik í samstarfi við UÍA og með fulltingi frá Bólholti. Keppnin hefur notið mikilla vinsælda og hefur því verið ákveðið blása að fjórða sinni til leiks í Bólholtsbikarnum.
Vinir okkar og grannar í HSÞ fögnuð 100 ára afmæli sínu á Laugum í gær. Margt var um manninn og mikið um dýrðir. Auk heiðranna og heillaóska ýmiskonar var boðið uppá glímusýningu, þjóðdansa, kórsöng og glæsilega sögusýningu, þar sem kenndi ýmissa grasa úr starfi félagsins gegnum tíðina.
Formaður og framkvæmdastýra UÍA sóttu HSÞ heim af þessu tilefni og færðu þeim góðar kveðjur og fallega mynd sem silfurmaðurinn okkar og málarinn Vilhjálmur Einarsson sérvaldi úr safni sínu, af þessu tilefni.
Í tilefni af útgáfu bókarinnar Litli kompás, handbók um mannréttindamenntun fyrir börn á aldrinum 7 – 13 ára, stendur Æskulýðsvettvangurinn og Félag fagfólks í frítímaþjónustu með stuðningi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu fyrir námskeið á Egilsstöðum þann 24. september, í notkun á bókinni.
Einar Bjarni Helgason kylfingur úr GFH gerði sér lítið fyrir og spilaði Byggðarholtsvöll Eskifirði á 69 höggum eða 3 undir pari vallarins, á 10 ára afmælismóti Egersund.