Haustúthlutun úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa
Styrkir úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa voru afhentir með formlegum hætti síðastliðinn þriðjudag í Safnahúsinu í Neskaupstað.
Árlega leggur Alcoa til 2,5 milljónir í sjóðinn en afhendingar styrkja fram tvisvar á ári að vori og hausti.
Nú í haustúthlutun voru veittir, 19 styrkir úr sjóðnum samtals að upphæð 1,4 milljónir.
Afreksstyrki að upphæð 150.000 kr hver styrkur hlutu:
Aron Steinn Halldórsson, skíðamaður úr Skíðafélaginu í Stafdal, vegna undirbúnings og keppni á alþjóðlegu skíðamóti á Ítalíu.
Kristinn Már Hjaltason, fimleikamaður úr Hetti vegna undirbúnings og keppni með drengjalandsliði Íslands á EM í fimleikum.
María Rún Karlsdóttir, blakkona í Þrótti vegna æfinga og keppnisferða með U17 og U19 landsliðum Íslands.
Telma Ívarsdóttir, knattspyrnukona í Þrótti, vegna æfinga og keppnisferða með U 17 landsliði Íslands.
Stefán Berg Ragnarsson, fimleikamaður í Ásnum/Hetti vegna vegna undirbúnings og keppni með drengjalandsliði Íslands á EM í fimleikum.
Iðkendastyrki að hámarki 75.000 kr hlutu:
Daði Þór Jóhannsson,Leikni vegna æfinga- og keppnisferða í frjálsum íþróttum.
Einar Bjarni Helgason, Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs, vegna æfinga og keppnsiferða í golfi.
Eyrún Gunnlaugsdóttir, Hetti vegna æfinga og keppnisferða í frjálsum íþróttum og fimleikum
Emil Smári Guðjónsson, Huginn/Hetti, vegna æfinga og keppnisferða í knattspyrnu.
Halla Helgadóttir, Hetti vegna æfinga og keppnisferða í knattspyrnu og frjálsum íþróttum.
Hrefna Ösp Heimisdóttir, Hetti vegna æfinga og keppnisferða í frjálsum íþróttum
Ragnar Ingi Axelsson, Þrótti vegna æfinga og keppnsiferða í blaki
Stefán Ómar Magnússon Huginn/Hetti, vegna æfinga og keppnisferða í knattspyrnu.
Sveinn Gunnþór Gunnarsson Huginn/Hetti, vegna æfinga og keppnisferða í knattspyrnu.
Þjálfarastyrki hlutu:
Óttar Guðlaugsson, Hetti vegna námskeiðs í knattspyrnuþjálfun
Fimleikadeild Leiknis, vegna þjálfarnámskeiðs í fimleikum.
Stefán Einar Kristjánsson, Þrótti, vegna þjálfaranámskeiðs í brettaíþróttum
Sigurður Donys Sigurðarson, Einherji, vegna námskeiðs í knattspyrnuþjálfun
Félagastyrk hlaut Ungmennafélagið Neisti vegna kynningar á fimleikum og taekwondo.
Við óskum styrkhöfum, til hamingju og góðs gengis í verkefnum sínum.
Á myndinni má sjá styrkhafa úr Spretti, eða fulltrúa þeirra ásamt Hildi Bergsdóttur framkvæmdastýru UÍA og Guðrúnu Sólveigu Sigurðardóttur stjórnarkonu úr UÍA.