Haustúthlutun úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa

Styrkir úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa voru afhentir með formlegum hætti síðastliðinn þriðjudag í Safnahúsinu í Neskaupstað.

Árlega leggur Alcoa til 2,5 milljónir í sjóðinn en afhendingar styrkja fram tvisvar á ári að vori og hausti.

Nú í haustúthlutun voru veittir, 19 styrkir úr sjóðnum samtals að upphæð 1,4 milljónir.

 

Afreksstyrki að upphæð 150.000 kr hver styrkur hlutu:

Aron Steinn Halldórsson, skíðamaður úr Skíðafélaginu í Stafdal, vegna undirbúnings og keppni á alþjóðlegu skíðamóti á Ítalíu.

Kristinn Már Hjaltason, fimleikamaður úr Hetti vegna undirbúnings og keppni með drengjalandsliði Íslands á EM í fimleikum.

María Rún Karlsdóttir, blakkona í Þrótti vegna æfinga og keppnisferða með U17 og U19 landsliðum Íslands.

Telma Ívarsdóttir, knattspyrnukona í Þrótti, vegna æfinga og keppnisferða með U 17 landsliði Íslands.

Stefán Berg Ragnarsson, fimleikamaður í Ásnum/Hetti vegna vegna undirbúnings og keppni með drengjalandsliði Íslands á EM í fimleikum.

 

 

 

Iðkendastyrki að hámarki 75.000 kr hlutu:

Daði Þór Jóhannsson,Leikni vegna æfinga- og keppnisferða í frjálsum íþróttum.

Einar Bjarni Helgason, Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs, vegna æfinga og keppnsiferða í golfi.

Eyrún Gunnlaugsdóttir, Hetti vegna æfinga og keppnisferða í frjálsum íþróttum og fimleikum

Emil Smári Guðjónsson, Huginn/Hetti, vegna æfinga og keppnisferða í knattspyrnu.

Halla Helgadóttir, Hetti vegna æfinga og keppnisferða í knattspyrnu og frjálsum íþróttum.

Hrefna Ösp Heimisdóttir, Hetti vegna æfinga og keppnisferða í frjálsum íþróttum

Ragnar Ingi Axelsson, Þrótti vegna æfinga og keppnsiferða í blaki

Stefán Ómar Magnússon Huginn/Hetti, vegna æfinga og keppnisferða í knattspyrnu.

Sveinn Gunnþór Gunnarsson Huginn/Hetti, vegna æfinga og keppnisferða í knattspyrnu.

 

Þjálfarastyrki hlutu:

Óttar Guðlaugsson, Hetti vegna námskeiðs í knattspyrnuþjálfun

Fimleikadeild Leiknis, vegna þjálfarnámskeiðs í fimleikum.

Stefán Einar Kristjánsson, Þrótti, vegna þjálfaranámskeiðs í brettaíþróttum

Sigurður Donys Sigurðarson, Einherji, vegna námskeiðs í knattspyrnuþjálfun

Félagastyrk hlaut Ungmennafélagið Neisti vegna kynningar á fimleikum og taekwondo.

 

Við óskum styrkhöfum, til hamingju og góðs gengis í verkefnum sínum.

 

Á myndinni má sjá styrkhafa úr Spretti, eða fulltrúa þeirra ásamt Hildi Bergsdóttur framkvæmdastýru UÍA og Guðrúnu Sólveigu Sigurðardóttur stjórnarkonu úr UÍA.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok