Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands auglýsir eftir sumarstarfsmanni.
UÍA er héraðssamband og aðili að ÍSÍ og UMFÍ. Aðildarfélög UÍA eru öll íþrótta- og ungmennafélög á Austurlandi.
Starfið felst í skrifstofurekstri UÍA, umsjón með fjármálum sambandsins, viðburðarstjórnun og mótahaldi, samskiptum við aðildarfélög og opinbera aðila.
Starfsmaðurinn sem við erum að leita að þarf að vera góður í mannlegum samskiptum, skipulagður, jákvæður og sjálfstæður í vinnubrögðum. Kostur er að viðkomandi hafi þekkingu og áhuga á málefnum ungmennafélagshreyfingarinnar.
Hermann Níelsson, fyrrum formaður UÍA, lést á miðvikudag eftir erfið veikindi.
Hermann fæddist á Ísafirði í janúar 1948 en fluttist austur á land og fór að kenna íþróttir við Alþýðuskólann á Eiðum að loknu íþróttakennaranámi vorið 1968.
Hann tók strax virkan þátt í starfi UÍA og var árið 1976 ráðinn framkvæmdastjóri sambandsins. Ári síðar skipti hann um hlutverk og tók við formannsembættinu. Því gegndi hann til 1981 og aftur 82-85.
UMF Valur útnefndi íþróttamann félagsins við hátíðlega athöfn eftir Aðalsteinsglímuna þann 27. desember síðastliðinn. Að auki voru heiðraðir íþróttamenn og konur sem þykja skara framúr í sínum greinum, og sinna æfingum af kappi.
Stórmót ÍR fór fram síðastliðna helgi í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Mótið ber svo sannarlega nafn með rentu enda eitt fjölmennasta frjálsíþróttamót landsins, en um 800 keppendur tóku þátt. UÍA átti sjö keppendur á mótinu og óhætt að segja að þeir hafi staðið sig með sóma. Leiknismaðurinn knái Daði Þór Jóhannsson var í banastuði um helgina, bætti árangur sinn í flestum greinum og rataði oftar en ekki á verðlaunapall. Daði keppir í flokki 15 ára pilta og hreppti gull í langstökki og þrístökki, silfur í hástökki og brons í 60 m og 400 m hlaupum, Steingrímur Örn Þorsteinsson jafnaldri hans nældi í silfur í langstökki, Hrefna Ösp Heimisdóttir vann til silfurverðlauna í 400 metra hlaupi 16-17 ára stúlkna og Mikael Máni Freysson hreppti silfur í hástökki 16-17 ára pilta.
Tuttugu og þrír keppendur kepptu í þremur flokkum karla og þremur flokkum kvenna um Aðalsteinsbikarinn, í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. desember 2014. Mótið tókst með ágætum og sjá mátti margar líflegar glímur um hin veglegu verðlaun, Aðalsteinsbikarinn, sem gefinn var í minningu Aðalsteins Eiríkssonar glímukappa og glímufrömuðar á Reyðarfirði.
Þann 6. Janúar fór fram þrettándagleði Fljótsdalshéraðs og Hattar með hefðbundnu sniði. Kyndlaganga lagði af stað kl 17:15 frá íþróttahúsinu og gengið var í Tjarnargarðinn þar sem brenna var tendruð. Áætlað er að um 250 manns hafi komið saman og var veður með besta móti. Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar setti athöfnina. Gunnlaugur Aðalbjarnarson, stjórnarmaður UÍA flutti stutt erindi og færði íþróttafélaginu gjöf í tilefni 40 ára afmælisins á síðasta ári.
Verðlaunaafhending íþróttamanna ársins var kynnt en það var Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs ásamt formanni Hattar, Davíð Þór Sigurðarsyni sem sáu um afhendinguna. Eftir afhendingu var síðan glæsileg flugeldasýning sem Björgunarsveitin á Héraði sá um að framkvæma og sönghópurinn Héraðsdætur sáu um söng.
Starfsfólk UÍA, stjórn og Sprettur Sporlangi óska Austfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Skrifstofan er farin í frí og ekki verður viðvera þar fyrr en 6. janúar. Við svörum póstinum okkar This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eftir föngum.