Dagur íslenskrar náttúru

Í tilefni af degi íslenskrar náttúru á morgun, þriðjudaginn 16. september, mun Brynja Davíðsdóttir, umhverfis- og náttúrufræðingur og landvörður að Teigarhorni, taka á móti gestum kl. 16:00 og sýna safn geislasteina á Teigarhorni auk þess að fræða gesti um fjölþætt starf landvarðar á hinu friðlýsta svæði. Í framhaldi verður farið í gönguferð þar sem fyrirhugaður göngustígur verður lagður um nærsvæðið og um leið sagt frá því helsta sem fyrir augu ber er varðar fjölbreyttar náttúru- og menningarminjar á Teigarhorni.

Íbúar á Austurlandi og aðrir áhugasamir eru hér með eindregið hvattir til að heimsækja Teigarhorn á þessum degi og upplifa á fræðandi hátt eina af okkar helstu náttúruperlum á svæðinu.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok