Ólafía Ósk með silfur og brons á Íslandsmóti ÍF í sundi
Ólafía Ósk Svanbergsdóttir sundstelpa úr Þrótti tók þátt í Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í sundi sem fram fór í Ásvallalaug í Hafnarfirði nú um helgina með stórgóðum árangri. Ólafía Ósk hafnaði í öðru sæti í 50 m skriðsundi og í þriðja sæti í 50 m bringusundi.
Mótið tókst í alla staði vel og bar árangur keppenda því glöggt vitni hversu mikil gróska er í sundíþróttum fatlaðra um þessar mundir. Alls féllu 12 Íslandsmet á mótinu.
Einn af keppinautum Ólafíu Óskar, Thelma Björg Björnsdóttir ÍFR fór mikinn á mótinu, setti 5 Íslandsmet í viðbót við þau 35 sem hún hefur þegar sett, nú á árinu. það er því óhætt að Ólafía Ósk okkar fái harða keppni í lauginni og góðan félagsskap á bakkanum.
Á myndinni hér til hliðar má sjá Ólafíu Ósk á verðlaunapalli.