Ólafía Ósk með silfur og brons á Íslandsmóti ÍF í sundi

Ólafía Ósk Svanbergsdóttir sundstelpa úr Þrótti tók þátt í Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í sundi sem fram fór í Ásvallalaug í Hafnarfirði nú um helgina með stórgóðum árangri. Ólafía Ósk hafnaði í öðru sæti í 50 m skriðsundi og í þriðja sæti í 50 m bringusundi.

Mótið tókst í alla staði vel og bar árangur keppenda því glöggt vitni hversu mikil gróska er í sundíþróttum fatlaðra um þessar mundir. Alls féllu 12 Íslandsmet á mótinu.

 

Einn af keppinautum Ólafíu Óskar, Thelma Björg Björnsdóttir ÍFR fór mikinn á mótinu, setti 5 Íslandsmet í viðbót við þau 35 sem hún hefur þegar sett, nú á árinu. það er því óhætt að Ólafía Ósk okkar fái harða keppni í lauginni og góðan félagsskap á bakkanum.

Á myndinni hér til hliðar má sjá Ólafíu Ósk á verðlaunapalli.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok