Silfur, brons og bætingar á MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram á Selfossi síðastliðna helgi, UÍA átti þar fimm keppendur sem allir stóðu sig með ágætum. Átta verðlaun komu til baka austur, auk góðra bætinga og minninga af skemmtilegu móti.

Lesa meira

Samæfing í frjálsum íþróttum 28. júlí

Mánudaginn 28. júlí verður samæfing á Vilhjálmsvelli klukkan 17:00. Tilvalið er fyrir frjálsíþróttaiðkendur sem ætla sér að fara á unglingalandsmót að mæta á æfinguna til þess að undirbúa sig

Unglingalandsmótið fer fram helgina 1.-4. ágúst á Sauðárkróki og fer skráning fram á http://skraning.umfi.is/ Skráningu lýkur sunnudagskvöldið 27. júlí,

Æfingin er fyrir 11 ára og eldri, eða fyrir þann aldur sem keppir á unglingalandsmóti.

Lesa meira

Greinamót UÍA og HEF

Þriðja greinamót UÍA og HEF sem auglýst var þriðjudaginn 16. júlí hefur verið fært þangað til í ágúst. Nánari dagsetning verður auglýst síðar.

Urriðavatnssund 2014

Urriðavatnssundinu 2014 er lokið og fór það fram á laugardaginn. Metskráning var í sundið og luku alls 54 manns sundinu, þar af fóru 49 í landvættarsund sem er 2,5 km.

Lesa meira

Unglingalandsmót á Sauðakróki

Dagana 31. júlí - 4. ágúst fer fram 17. Unglingalandsmót UMFÍ og er það haldið á Sauðárkróki þetta árið. Keppt er í fjölmörgum greinum en frekari upplýsingar um þær er hægt að finna á heimasíðu UMFÍ á slóðinni http://umfi.is/category/unglingalandsmotumfi

Skráningafrestur er til miðnættis sunnudaginn 27. júlí og er mótsgjald 6.000 kónur á keppanda, óháð greinafjölda. 
Við hvetjum fólk til að nota nafn UÍA á þau lið sem eru skráð til leiks af Austurlandi, meðal annars til þess að hjálpa hvort öðru við að hvetja okkar fólk áfram.

Lesa meira

Launaflsbikarinn 2014: Úrslit úr fyrstu 6. umferðunum

Launaaflsbikarinn er í fullu fjöri en hér eru úrslit úr leikjum Launaaflsbikarsins sem hafa verið spilaðir í sumar:

1. Umferð: UMFB-Hrafnkell: 5-2, Valur-Spyrnir:1-8
2. Umferð: BN-UMFB: 3-1, Hrafnkell-Valur: 8-2
3. Umferð: Valur-BN: Vantar leikskýrslu, Spyrnir-Hrafnkell:0-1
4. Umferð: UMFB-Valur: 2-0, BN-Spyrnir: 2-2
5. Umferð: Hrafnkell-BN: 2-1, Spyrnir-UMFB: 3-2
6. Umferð: BN-Valur: Vantar leikskýrslu, Hrafnkell-Spyrnir: 2-4

Lesa meira

Bogfimi á unglingalandsmóti

Í ár verður boðið upp á bogfimi sem keppnisgrein á unglingalandsmóti í fyrsta skipti. Bogfimideild SKAUST hefur boðist til þess að vera þeim sem ætla sér að taka þátt í bogfimi á unglingalandsmóti innan handar með bogum og námskeiði ef áhugi er fyrir hendi, fyrir mótið.

Endilega sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef áhugi er fyrir að námskeiði í bogfimi.

Lesa meira

Urriðavatnssund 2014

Næstkomandi laugardag, þann 26. júlí fer fram Urriðavatnssund þar sem boðið er uppá nokkrar sund vegalengdir. Skráning í sundið fer fram á heimasíðu þess á slóðinni urridavatnssund.is

Vegalengdirnar sem boðnar eru upp á eru:

Landvættasund: 2500 metrar
Hálft sund: 1250 metrar
Skemmtisund: 400 metrar

Aldurstakmark í sundið er 18 ára.

 

Sumarhátíð 2014: Úrslit

Sumarhátíð UÍA fór fram um síðastliðna helgi og viljum við þakka öllum þeim flottu þátttakendum sem mætti til leiks og öðrum góðum gestum fyrir skemmtilega helgi. Einnig viljum við þakka öllum þeim styrktaraðilum sem komu að móti fyrir að leggja hönd á plóg.

 

Þeir styktaraðilar sem komu að mótinu eru:

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok