Til hamingju með afmælið Neisti

UMF Neisti á Djúpavogi fagnaði 95 ára afmæli sínu síðastliðinn sunnudag, 7. september. Mikið var um dýrðir og margt til gamans gert, börn og fullorðnir reyndu mér sér í hinum ýmsu greinum, boðið var upp á pylsur, svala og glæsilega afmælistertu. Starfsemi UMF Neista hefur löngum verið blómleg, þátttaka barna og annarra bæjarbúa í starfi félagsins afar góð og glæsileg íþróttamannvirki eru á staðnum.

Mikil sundhefð hefur verið innan félagsins og það jafnan verið sigursælt á sundmótum UÍA. Nú í vetur verður boðið uppá æfingar í knattspyrnu og sundi auk almennra íþróttatíma fyrir börn frá elsta árgangi leikskóla og uppúr. Jóhanna Reykjalín tók nýverið við starfi framkvæmdastjóra félagsins og mun hún, ásamt þjálfara þess Rafni Heiðdal, sjá til þess að börn á Djúpavogi munu hafa í nógu að snúast í íþróttalífinu í vetur.

 

Við óskum UMF Neista hjartanlega til hamingju með afmælið og kraftmikið starf í gegnum tíðina.

Hér á heimasíðu Neista má sjá myndir af afmælishátíðarhöldunum.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok