Minnisvarði um Silfurstökkið mikla afhjúpaður á laugardag

Þann 27. nóvember n.k. verða 60 ár liðin frá því Vilhjálmur Einarsson stökk 16.25 metra í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melborne í Ástralíu.  Þetta stökk var nýtt Ólympíumet, sem stóð í tvo klukkutíma en þá bætti Brasilíumaðurinn Ferreira Da Silva það með stökki sínu upp á 16,35 metra í fjórðu tilraun. Vilhjálmur endaði þar með í öðru sæti og varð fyrsti Íslendingurinn til að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikum. Þetta var frábær frammistaða hjá Vilhjálmi og er hann eini íslenski einstaklingurinn sem hefur náð öðru sæti í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikum. 

Lesa meira

Haustið, gósentíð styrkjanna

 Þau eru mörg haustverkin, sækja fé af fjalli, týna ber, taka slátur, og fyrir forystufólk innan íþróttahreyfingarinnar, sækja um styrki. Haustið er gósentíð styrkjanna og rétt að benda á og hvetja til að austfirsk ungmenna- og íþróttafélög sæki í þá flesta, til góðra verka.

Hér kemur ofurlítill listi, ekki tæmandi þó, um sjóði sem opnir eru til umsóknar þessa dagana.

Sprettur Afrekssjóður UÍA og Alcoa. Hægt að sækja um ferns konar styrk; Afreksstyrki (fyrir 18 ára og yngri), iðkendastyrki (fyrir 18 ára og yngri), þjáflarstyrki og félagastyrki. Opið fyrir umsóknir til 12. október og allar nánari upplýsingar hér.

Lesa meira

Leiknir sigraði Launaflsbikarinn

Úrslitin í Launaflsbikarnum voru spiluð á þriðjudaginn 16.ágúst á Fellavelli. Bæði lið mættu með 17 ákveðna leikmenn til keppnis, Spyrnir voru ríkjandi Launaflsbikarsmeistarar og áttu titil að verja. Leikurinn var mjög skemmtinlegur og á 17 mínutu komust Spyrnismenn yfir, það var Stefán Þór Eyjólfsson sem skoraði. Skömmu síðar á 25. mínútu skoraði Tadas Jocys fyrir Leikni og staðan þá 1-1 og gengu liðin jöfn til hálfleiks. Þegar skammt var liðið á síðari hálfleik voru leikmenn orðnir ansi heitir og fóru tvö gul spjöld á loft, Egill Örn Björnsson fékk gult spjald á 51 mínútu og Ingimar Guðmundsson fékk gult spjald fyrir hendi á 52 mínútu. Á 56 mínútu kom Þórarinn Máni Borgþórsson Spyrni yfir, en tveim mínútum síðar skoraði Tadas Jocys fyrir Leikni og aftur varð staðan jöfn. Þegar leið á leikinn fóru menn að undirbúa sig fyrir vítaspyrnukeppni þar sem að jafnt var í leiknum. En á 87 mínútu áttu Leiknismenn hornspyrnu, sú hornspyrna reyndist þeim vel og skoruðu þeir sitt þriðja mark þremur mínútum fyrir venjulegan leiktíma. Leiknum var flautað og niðurstaðan varð 3-2 fyrir Leikni. Markakóngur Launaflsbikarsins 2016 var leikmaður Spyrnis, Þórarinn Máni Borgþórsson með 11 mörk. 

    

ULM 2017, unga fólkið passar að ekki verið hent í dansiball með Geirmundi og Álftagerðisbræðrum

Það eru 10 mánuðir fram að Unglingalandsmóti 2017 sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgi. Það er óhætt að segja að það sé kominn fiðringur í mannskapinn, undirbúningur jafnt hjá sveitarfélagi og UÍA kominn í fullan gang og gengur vel. Unglingalandsmótsnefnd sem skipuð er fulltrúum frá UÍA og Fljótsdalshéraði, fundaði á dögunum ásamt Ómari Braga Stefánssyni framkvæmdastjóra mótsins, þar var meðal annars farið yfir hugmyndir að keppnisgreinum mótsins, sem er óhætt að fullyrða að verði fjölbreyttar og skemmtilegar.

Lesa meira

Isavia styrkir UÍA

Fulltrúar austfirskrar barna og ungmenna tóku, á dögunum, á móti myndarlegum styrk sem Isavia veitti til íþróttastarfs barna og ungmenna á Austurlandi.

Um er að ræða ríflega 1,5 milljón sem ætlað er að styðja við það góða barna og unglingastarf sem unnið innan vébanda UÍA um allan fjórðung.

Elsa Guðný Björgvinsdóttir varaformaður UÍA tók styrknum ásamt glaðbeittum hópi austfirskra íþróttakrakka. Í þakkarræðu sinni gat hún þess að starf UÍA og aðildarfélaga þess snérist ekki eingöngu um að búa til afreksfólk í íþróttum heldur ekki hvað síst að efla andlega og líkamlega heilsu og félagsþroska barnanna okkar og skila þannig sterkari einstaklingum út í samfélagið. Styrkurinn frá Isavia mun sannarlega nýtast vel og efla starf okkar en frekar á því sviði.

Lesa meira

Tour de ormurinn 2016

Tour de ormurinn var haldinn laugardaginnn 13.ágúst. Hægt var að keppa í Orminum langa sem er 68 km. (boðið uppá einstaklings og liðakeppni) og hörkutólahringurinn 103 km. 60 keppendur mættu til leiks og þar af 5 lið, 10 keppendur í hörkutólahringnum (103 km.) og 32 keppendur í Orminum langa (68 km.). Veðrið var gott og gaman var að sjá flotta og hressa sjálfboðaliða og keppendur að störfum. 

Brautarmet var sett í 103 km hringnum þegar Elvar Örn Reynisson kom fyrstur í mark á tímanum 3:08,33, það var varla sjónarmunur á milli hans og félaga hans Reyni Magnússyni. Í kvennaflokki var Guðrún Sigurðardóttir fremst á 4:02,43 og Svanhvít Antonsdóttir (Dandý) kom í mark á tímanum 04:36,41. Í karlaflokki var Elvar Örn Reynisson fyrstur á tímanum 03:08,33 , Reynir Magnússon annar á tímanum 03:08,33 og Ingavar Júlíus Tryggvason þriðji á tímanum 03:32,13.

Lesa meira

Bólholtsbikarinn 2016-2017 hefst senn

Keppni í Bólholtsbikarnum í körfuknattleik hefst innan skamms. Áhugasamir körfuknattleiksmenn á starfsvæði á Austurlandi tóku árið 2011 höndum saman og efndu til utandeildarkeppni í körfuknattleik í samstarfi við UÍA og með fulltingi frá Bólholti. Keppnin hefur notið mikilla vinsælda og hefur því verið ákveðið blása til leiks í Bólholtsbikarnum í sjótta sinn.

Keppnin er ætluð hópum á starfssvæði UÍA og er hugsuð fyrir leikmenn sem ekki spila körfubolta að staðaldri með Meistaraflokki á Íslandsmótum. Leikið verður í umferðum og munu keppnislið spila bæði heima og heiman. Leiktími er 4x10 mínútur. Sigursælasta liðið í lok keppni hlýtur Bólholtsbikarinn en einnig verða veitt verðlaun fyrir stigakóng keppninnar. Ráðgert er að keppnin hefjist í lok október/byrjun nóvember.

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Sprett Afrekssjóð UÍA og Alcoa

UÍA auglýsir eftir styrkumsóknum vegna haustúthlutunnar, úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa, umsóknarfrestur er til og með 12. október

Sjóðurinn hefur verið starfræktur frá árinu 2009 og veitt fjölda mörgum íþróttamönnum, þjálfurum og félögum á Austurlandi styrki til góðra verka. Alcoa sem leggur til sjóðsfé í Sprett en UÍA sér um umsýslu hans. Árlega er veitt 2,3 milljónum króna úr sjóðnum en að auki hlýtur íþróttamaður UÍA styrk úr sjóðnum ár hvert.

 Við hvetjum íþróttafólk, þjálfara og íþróttafélög á Austurlandi að sækja um í sjóðinn. Við vekjum athygli á að eingöngu er tekið við afreksumsóknum í sjóðinn á haustin og því rétt fyrir afreksfólk að nýta tækifærið og sækja um núna.

Umsóknareyðublöð má nálgast hér 

Reglur sjóðsins má finna hér.

Við hvetjum umsækendur eindregið til að kynna sér reglur sjóðsins og vanda til verka við gerð umsóknar. Vönduð umsókn eykur lýkur á styrkveitingu.

Spretts Sporlangaleikarnir og Greinamót

Spretts Sporlangaleikarnir í frjálsum íþróttum verða haldnir mánudaginn 15.ágúst klukkan 17:00. Mótið er opið fyrir alla 10 ára og yngri og verður haldið á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum. Keppt verður í fjölbreyttum þrautum og er þátttökugjaldið 500 kr. Allir þátttakendur fá verðlaun. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá skrifstofu UÍA á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Greinamót Hattar og Hitaveitunar verður haldið miðvikudaginn 17.ágúst kl. 18:00 á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum. Mótið er opið fyrir alla 11 ára og eldri og verður keppt í kringlukasti, 200m hlaupi og þrístökki. Það er ekkert þátttökugjald og hlökkum við til að sjá keppendur og sjálfboðaliða. Skráning er á staðnum.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ