Sumarstarfsmaður UÍA og farandþjálfun

Á dögunum hóf Erla Gunnlaugsdóttir störf sem nýr sumarstarfsmaður hjá UÍA. Erla er frá Egilsstöðum og er uppalin í kringum íþróttastarf, aðallega í frjálsum íþróttum og fimleikum. Erla stefnir á nám við Háskólann á Akureyri næsta haust. Erla hefur setið í Frjálsíþróttaráði UÍA og fór á Ungmennaþing í Sviss árið 2014 á vegum Evrópska Frjálsíþróttasambandsins. 

Eitt af hennar fyrstu verkefnum var að hefja farandsþjálfunina og hófst hún í gær með æfingum á Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Neskaupsstað. 
Helstu markmið með farandþjálfuninni er að kynna fyrir krökkum fjölbreytta hreyfingu og stuðla að heilbrigðum lífsstíl. Í farandþjálfuninni í ár verður margvísleg hreyfing kynnt og má þar nefna bogfimi, fimleikar, glíma og frjálsar íþróttir.

Bílaleigan Enterprise var svo dásamleg að styrkja farandsþjálfunarverkefnið og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn.

 

Dagskrá farandsþjálfunar UÍA 2016
Hefst 6. júní og lýkur föstudaginn 8. júlí

Mánudagar

Valur Reyðarfirði.
10 ára og yngri - 10:00-11:00
11 ára og eldri - 10:00-11:30

Leiknir Fáskrúðsfirði
10 ára og yngri - 12:00-13:00
11 ára og eldri - 12:00-13:30

Þróttur Neskaupstað
10 ára og yngri - 14:30-15:30
11 ára og eldri - 14:30-16:00

Þriðjudagar

Huginn Seyðisfjörður
10 ára og yngri - 10:00-11:00
11 ára og eldri - 10-11:30

Miðvikudagar

Einherji Vopnafjörður
10 ára og yngri - 10:30-11:30
11 ára og eldri - 10:30-12:00

Fimmtudagar

Valur Reyðarfirði.
10 ára og yngri - 10:00-11:00
11 ára og eldri - 10:00-11:30

Leiknir Fáskrúðsfirði
10 ára og yngri - 12:00-13:00
11 ára og eldri - 12:00-13:30

Þróttur Neskaupstað
10 ára og yngri - 14:30-15:30
11 ára og eldri - 14:30-16:00

Föstudagar

Huginn Seyðisfjörður

10 ára og yngri 10:00-11:00
11 ára og eldri 10:00-11:30

Við bjóðum Erlu velkomna til starfa og hlökkum til að sjá hressa Austfirðinga á flandri að taka þátt í spennandi sumardagskrá UÍA í sumar.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok