Isavia styrkir UÍA
Fulltrúar austfirskrar barna og ungmenna tóku, á dögunum, á móti myndarlegum styrk sem Isavia veitti til íþróttastarfs barna og ungmenna á Austurlandi.
Um er að ræða ríflega 1,5 milljón sem ætlað er að styðja við það góða barna og unglingastarf sem unnið innan vébanda UÍA um allan fjórðung.
Elsa Guðný Björgvinsdóttir varaformaður UÍA tók styrknum ásamt glaðbeittum hópi austfirskra íþróttakrakka. Í þakkarræðu sinni gat hún þess að starf UÍA og aðildarfélaga þess snérist ekki eingöngu um að búa til afreksfólk í íþróttum heldur ekki hvað síst að efla andlega og líkamlega heilsu og félagsþroska barnanna okkar og skila þannig sterkari einstaklingum út í samfélagið. Styrkurinn frá Isavia mun sannarlega nýtast vel og efla starf okkar en frekar á því sviði.
Hér á myndinni má sjá fulltrúa UÍA í fullum skrúða ásamt Jörundi Hilmari Ragnarssyni umdæmisstjóra Isavia.