Tour de Ormurinn ræstur í 5. sinn á laugardag

Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn fer fram á laugardaginn 13. ágúst. Það verður blásið til keppninnar í fimmta sinn í ár og búast má við hraðri og spennandi keppni, en í fyrra féllu öll brautarmet sem fallið gátu.

Keppnisvegalendir eru tvær annars vegar 68 km, sem hvoru tveggja er hægt að hjóla sem einstaklingur eða í liði og 103 km sem er eingöngu boðið upp á í einstaklingskeppni. Opið er fyrir skráningar fram til kl 20:00 á fimmtudagskvöld 11.ágúst og fara skráningar fram hér

 

Rás- og endamark keppninnar er á þjóðveginum við N1, ræst verður kl 9:00 og búast má við fyrstu keppendum uppúr kl 11 og munu þeir týnast inn fram undir kl 13-14. Héraðsbúar og gestir á svæðinu eru hvattir til að mæta við endamark og/eða út í braut, klappa, hvetja og skapa skemmtilega stemmingu. Auk þess sem vinnufúsar hendur óskast til að aðstoða við framkvæmd keppninnar en þáttur sjálfboðaliða er ómetanlegur í verkefni sem þessu. Áhugasamir sjálfboðaliðar eru hvattir til að hafa samband sem fyrst við skrifstofu UÍA, í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.eða í síma 4711353.

Vegfarendum er bent á að lögreglan mun takmarka og stjórna umferð á við rás- og endamark á meðan ræsingu stendur kl 9:00 sem og þegar keppendur taka að streyma í mark. Vegfarendur eru hvattir til að nýta hjáleið upp hjá Húsasmiðju og/eða Landsbanka og um Kaupvang, á meðan keppni stendur.

Allar nánari upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu Visit Egilsstaðir og á facebook síðu keppninnar Tour de Ormurinn

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok