Tour de ormurinn 2016
Tour de ormurinn var haldinn laugardaginnn 13.ágúst. Hægt var að keppa í Orminum langa sem er 68 km. (boðið uppá einstaklings og liðakeppni) og hörkutólahringurinn 103 km. 60 keppendur mættu til leiks og þar af 5 lið, 10 keppendur í hörkutólahringnum (103 km.) og 32 keppendur í Orminum langa (68 km.). Veðrið var gott og gaman var að sjá flotta og hressa sjálfboðaliða og keppendur að störfum.
Brautarmet var sett í 103 km hringnum þegar Elvar Örn Reynisson kom fyrstur í mark á tímanum 3:08,33, það var varla sjónarmunur á milli hans og félaga hans Reyni Magnússyni. Í kvennaflokki var Guðrún Sigurðardóttir fremst á 4:02,43 og Svanhvít Antonsdóttir (Dandý) kom í mark á tímanum 04:36,41. Í karlaflokki var Elvar Örn Reynisson fyrstur á tímanum 03:08,33 , Reynir Magnússon annar á tímanum 03:08,33 og Ingavar Júlíus Tryggvason þriðji á tímanum 03:32,13.
Í orminum langa í kvennaflokki kom Steinunn Erla Thorlacius fyrst í mark á tímanum 02:20,03, önnur í mark var Freydis Heba Konráðsdóttir á tímanum 02:28,20 og þriðja í mark var Rebekka Egilsdóttir á tímanum 02:44,35. Í karlaflokki var hlutskarpastur Helgi Björnsson á tímanum 02:06,43, annar í mark var Hjalti Þórhallsson á tímanum 02:06,45 og þriðji var Örn Sigurðarsson á tímanum 02:08,00.
Í liðakeppninni kom fyrst í mark liðið Lommarnir, í því liði hjóluðu Magnús Baldur, Unnar og Bjartur og komu þeir í mark á tímanum 02:35,55. Hjólakraftsmömmurnar komu rétt 10 mín seinna í mark á tímanum 02:43,54, þar voru flottar mæður Hildur Bergsdóttir, Hugrún Hjálmarsdóttir og Gyða Guttormsdóttir sem skipuðu liðið. Team Caro kom þriðja liðið í mark á glæsilegum tíma 02:55,19 í því liði voru Arnór, Vala og Sæja.
Í fyrsta skipti var keppt í Unglingaflokki og tóku tveir myndarlegir ungir drengir þátt og stóðu sig með prýði. Bjartmar Pálmi Björgvinsson kom fyrstur í mark á tímanum 02:36,21 og annar varð Aron Sveinn á tímanum 03:03,45.
Í liðakeppninni í unglingaflokki komu Hjólakraftur fyrstir í mark á tímanum 03:13,07, þar voru flottir drengir sem mynduðu lið og hafa þeir verið að æfa í vetur með Hjólakrafti sem er flott verkefni fyrir unglinga á vegum Þristar. Liðið Hjólakraftur skipuðu Rafael Rökkvi Freysson, Unnar Aðalsteinsson og Friðbjörn Árni Sigurðarson. Einnig var glæsilegt lið af Hjólastrákum sem komu í mark á tímanum 03:47,44 og í því liði kepptu Dagnýr, Davíð og Róbert.
Við viljum þakka öllum keppendum, sjálfboðaliðum, gestum og styrktaraðilum takk kærlega fyrir skemmtinlegan dag og hlökkum til að sjá ykkur hress á næsta ári :)