Tour de ormurinn 2016

Tour de ormurinn var haldinn laugardaginnn 13.ágúst. Hægt var að keppa í Orminum langa sem er 68 km. (boðið uppá einstaklings og liðakeppni) og hörkutólahringurinn 103 km. 60 keppendur mættu til leiks og þar af 5 lið, 10 keppendur í hörkutólahringnum (103 km.) og 32 keppendur í Orminum langa (68 km.). Veðrið var gott og gaman var að sjá flotta og hressa sjálfboðaliða og keppendur að störfum. 

Brautarmet var sett í 103 km hringnum þegar Elvar Örn Reynisson kom fyrstur í mark á tímanum 3:08,33, það var varla sjónarmunur á milli hans og félaga hans Reyni Magnússyni. Í kvennaflokki var Guðrún Sigurðardóttir fremst á 4:02,43 og Svanhvít Antonsdóttir (Dandý) kom í mark á tímanum 04:36,41. Í karlaflokki var Elvar Örn Reynisson fyrstur á tímanum 03:08,33 , Reynir Magnússon annar á tímanum 03:08,33 og Ingavar Júlíus Tryggvason þriðji á tímanum 03:32,13.

 

Í orminum langa í kvennaflokki kom Steinunn Erla Thorlacius fyrst í mark á tímanum 02:20,03, önnur í mark var Freydis Heba Konráðsdóttir á tímanum 02:28,20 og þriðja í mark var Rebekka Egilsdóttir á tímanum 02:44,35. Í karlaflokki var hlutskarpastur Helgi Björnsson á tímanum 02:06,43, annar í mark var Hjalti Þórhallsson á tímanum 02:06,45 og þriðji var Örn Sigurðarsson á tímanum 02:08,00.

 Í liðakeppninni kom fyrst í mark liðið Lommarnir, í því liði hjóluðu Magnús Baldur, Unnar og Bjartur og komu þeir í mark á tímanum 02:35,55. Hjólakraftsmömmurnar komu rétt 10 mín seinna í mark á tímanum 02:43,54, þar voru flottar mæður Hildur Bergsdóttir, Hugrún Hjálmarsdóttir og Gyða Guttormsdóttir sem skipuðu liðið. Team Caro kom þriðja liðið í mark á glæsilegum tíma 02:55,19 í því liði voru Arnór, Vala og Sæja.

Í fyrsta skipti var keppt í Unglingaflokki og tóku tveir myndarlegir ungir drengir þátt og stóðu sig með prýði. Bjartmar Pálmi Björgvinsson kom fyrstur í mark á tímanum 02:36,21  og annar varð Aron Sveinn á tímanum 03:03,45. 

Í liðakeppninni í unglingaflokki komu Hjólakraftur fyrstir í mark á tímanum 03:13,07, þar voru flottir drengir sem mynduðu lið og hafa þeir verið að æfa í vetur með Hjólakrafti sem er flott verkefni fyrir unglinga á vegum Þristar. Liðið Hjólakraftur skipuðu Rafael Rökkvi Freysson, Unnar Aðalsteinsson og Friðbjörn Árni Sigurðarson. Einnig var glæsilegt lið af Hjólastrákum sem komu í mark á tímanum 03:47,44 og í því liði kepptu Dagnýr, Davíð og Róbert.

Við viljum þakka öllum keppendum, sjálfboðaliðum, gestum og styrktaraðilum takk kærlega fyrir skemmtinlegan dag og hlökkum til að sjá ykkur hress á næsta ári :)

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok