Sambandsþing UÍA á Reyðarfirði á sunnudag

67. sambandsþing UÍA verður haldið á Reyðarfirði á sunnudag, 2. apríl og hefst það klukkan 10:30 en samkvæmt dagskrá er gert ráð fyrir þingslitum klukkan 17:30.

Lesa meira

Live-FEED; Lærdómur og lífstíðarvinir

Fjögur austfirsk ungmenni tóku fyrir skemmstu þátt í Erasmus + ungmennaskiptaverkefninu Live-FEED, sem fram fór í Caserta á Ítalíu. Þar sem áhersla var lögð á matarmenningu ólíkra þjóða, og hvernig matur og matarmenning hefur áhrif á margt í umhverfi okkar og samfélagi.

Auk Íslands voru ungmenni frá Tékklandi, Rúmeníu, Grikklandi, Georgíu, Bosníu Hersegovínu, Ítalíu og Jórdaníu og áttum við saman 8 ógleymanlega daga í Caserta. Eins og gefur að skila var þetta ótrúlega fjölbreyttur hópur sem hver um sig lagði fram sína siði, tungumál, matarmenningu og uppskriftir í nokkurs konar alþjóðlegan hrærigraut en eitt af markmiðum verkefnisins var að gera alþjóðlega matreiðslubók. Löndin kynntu hvert fyrir sig heimaslóðir sínar og íslenski hópurinn vann hug og hjörtu félaga með Íslandskynningunni en þar var boðið upp á víkingaklapp, óð til lýsisins, hugvekju um ástarpunga, þróttmikil og þokkafull glímutök, söng og dans tileinkaðan plokkfiski, og fræðslu um skyr.

Lesa meira

Lottóútgreiðslu lokið

Skrifstofa UÍA hefur lokið við að greiða út lottógreiðslur til aðildarfélaga UÍA fyrir síðasta ár. Að þessu sinni voru 15,6 milljónir greiddar til 19 félaga sem uppfylltu öll skilyrði til að fá skerf í greiðslunni.

Lesa meira

Stefán Már Guðmundsson: Kveðja frá UÍA

Við minnumst Stefáns Más sem framtakssams hugsjónamanns sem var afar ánægjulegt að kynnast og vinna með. Hann var leiftrandi af eldmóði, höfuðið uppfullt af hugmyndum og fylgdi því eftir með að láta hendur standa fram úr ermum.

Lesa meira

Góður árangur austfirsk frjálsíþróttafólks

Austfirsk frjálsíþróttafólk hefur staðið í ströngu að undanförnu enda innanhúss keppnistímabilið í fullum gangi. Nýyfirstaðin eru Stórmót ÍR og Meistaramót FRÍ 15-22 ára, árangur okkar fólks þar hefur vakið verðskuldaða athygli. Keppendur UÍA skipuðu sér  þar í fremstu röð og mokuðu inn verðlaunum, þrátt fyrir að aðstaða til innanhúsæfinga hér eystra komist ekki í hálfkvisti við þær aðstæður sem flestir helstu keppinautar þeirra æfa við.

Lesa meira

Ester Sigurásta komin til starfa

Ester Sigurásta Sigurðardóttir tók í gær formlega til starfa sem framkvæmdastjóri UÍA. Formleg skipti fóru fram með boðsundsskiptingu í sundlauginni á Egilsstöðum í gær enda Ester sundmaður mikill.

Lesa meira

Skrifstofa UÍA lokuð fram í miðjan mánuð

Skrifstofa UÍA verður lokuð fram undir miðjan mánuð, þar sem Hildur Bergsdóttir fráfarandi framkvæmdastjóri er horfin til annarra starfa en Ester Sigurðardóttir nýráðinn framkvæmdastjóri tekur við keflinu um miðjan mars.

Við vonumst til að aðildarfélögin okkar og aðrir sýni þessu skilning, en tölvupóstur er vaktaður og svarað eftir föngum.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ