Helga Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands, segist finna fyrir krafti meðal mótshaldara Unglingalandsmóts sambandsins sem verður á Fljótsdalshéraði í sumar. Borgarafundur þar sem mótið var kynnt var haldinn á Egilsstöðum í gærkvöldi.
Tíu keppendur frá UÍA taka þátt í Meistarmóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss 11-14 ára sem fram fer í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal um helgina. Lokið er fyrri degi af tveimur og hafa nokkur verðlaun þegar skilað sér í hús.
Hestamannafélagið Freyfaxi stendur fyrir móti í ístölti við Móavatn við Tjarnarland, laugardaginn 26. febrúar og hefst mótið kl 10. Keppt verður í flokkum unglinga, áhugamanna, opnum flokki, A og B flokkum. Glæsileg verðlaun eru í boði í öllum flokkum. Góð aðstaða er á staðnum fyrir hesta og menn. Frítt er fyrir áhorfendur og allir velkomnir.
Höttur varð í dag bikarmeistari í körfuknattleik í 10. flokki drengja eftir 64-61 sigur á A liði Stjörnunnar í úrslitaleik á Ásvöllum í Hafnarfirði. Þetta er í fyrsta sinn sem aðildarfélag UÍA vinnur landskeppni á vegum Körfuknattleikssambands Íslands.