Sjóvá Kvennahlaup 13.júní 2020

Sjóvá Kvennahlaup verður haldið um allt land laugardaginn 13. júní. Hér fyrir austan verður boðið upp á hlaup á nokkrum stöðum.

Lesa meira

Launaflsbikarinn 2020

Skráningsfrestur fyrir Launaflsbikarinn í knattspyrnu er til 2.júní næstkomandi.

Lesa meira

Kynningarfundir Æskulýðsvettvangsins

UMFÍ, UÍA og Æskulýðsvettvangurinn standa fyrir fjórum kynningarfundum um starfsemi Æskulýðsvettvangsins á Austurlandi. Vettvangurinn býður upp á margvíslega þjónustu fyrir aðildarfélög UÍA, meðal annars fagráð sem aðstoðar ef upp koma erfið mál í starfinu.

Lesa meira

Farandþjálfun UÍA 2020

Nú líður að sumri, krefjandi vetur að klárast og spennan orðin mikil fyrir sumrinu. Eins og síðustu ár mun UÍA bjóða upp á farandþjálfun. Aðildarfélögum býðst að fá þjálfara til að sjá um íþrótta- og hreyfiæfingar fyrir börn á aldrinum 6-11 ára.

Lesa meira

Vilhjálmur Einarsson: Minningarorð frá UÍA

Fyrir nokkrum árum skrifaði knattspyrnuþjálfarinn Eysteinn Hauksson háskólaritgerð þar sem hann leitaði svara við spurningunni af hverju Grindvíkingar hefðu náð lengra á íþróttasviðinu en Héraðsbúar, þótt íbúar svæðanna væru álíka margir. Líkt og Eysteinn þurfti ég einhverju sinni að takast á við háðsglósur vina minna af Suðurnesjunum fyrir þetta, uns mér tókst að svara og benda á að Austfirðingar hefðu eignast verðlaunahafa á Ólympíuleikum áratugum á undan Grindvíkingum.

Lesa meira

Sumarstarf

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands UÍA óskar eftir sumarstarfsmanni í fullt starf.

Lesa meira

Andlát: Vilhjálmur Einarsson

Vilhjálmur Einarsson er látinn, 85 ára að aldri. Vilhjálmur ávann sér frægð með að verða fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum, er hann vann silfurverðlaun í þrístökki á leikunum í Melbourne í Ástralíu árið 1956.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok