Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt samtarfsaðilum ræsir verkefnið Göngum í skólann í fjórtánda sinn sinn miðvikudaginn 2. september næstkomandi. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Haraldur Gústafsson úr SkAust varð um helgina Íslandsmeistari í bogfimi með sveigboga. Þetta er fyrsti titill Haraldar utanhúss í opnum flokki en hann hefur verið í fremstu röð bogfimimanna hér á landi undanfarin ár. Guðný Gréta Eyþórsdóttir vann einnig til verðlauna á mótinu.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu varð að fresta 70. Sambandsþingi UÍA í vetur/vor en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að þingið fari fram fimmtudaginn 27. ágúst næstkomandi með breyttu sniði (styttri dagskrá) á Seyðisfirði kl. 18:00.
Nú styttist í Sumarhátíðina sem haldin verður um næstkomandi helgi. Tilhlökkunin er orðin mikil og undirbúningur í fullum gangi. Í ár verður Sumarhátíðin hjá okkur í ár bara í boði fyrir krakka sem eru 15 ára (fædd 2005) og yngri.
Þá er það orðið ljóst að Unglingalandsmót UMFÍ mun fara fram þetta árið. En það verður farið eftir öllum tilmælum yfirvalda um sóttvarnir og gætt að ýtrustu vörnum.