Tour de Ormurinn fór fram um helgina

Tour de Ormurinn fór fram í áttunda skipti sl. laugardag. Það voru 36 keppendur sem fóru af stað í rásmarkinu, þar af voru tvö lið og fimm hörkutól sem lögðu leið sína lengst inn í Fljótsdal um 103 km. leið.

Lesa meira

Margfaldir Íslandsmeistarar og frábærar bætingar á MÍ 11-14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram dagana 22. og 23. júní á Laugardalsvelli í Reykjavík. Þar telfdi UÍA fram sterku liði 5 einstaklinga sem sóttu heil 90 stig heim fyrir félagið. Miklar bætingar voru hjá þeim öllum í flestum greinum og snéru aftur með alls 7 verðlaun.

Lesa meira

Guðný Íslandsmeistari í sveigboga

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót utandyra 2019 í bogfimi að Stóra-Núpi. Þar fór Guðný Gréta Eyþórsdóttir úr Skotfélagi Austurlands (SKAUST) með sigur úr bítum í sveigboga kenna og hlaut þar með Íslandsmeistaratitil. 

Lesa meira

Dagskrá Sumarhátíðar UÍA 2019

Það er löng hefð fyrir því á Austurlandi að koma saman á Sumarhátíð UÍA. Mótið er einstök skemmtun sem dregur fólk úr öllum áttum saman í leik og almennt glens. Í ár verður engin breyting þar á en dagskráin er fjölbreytt og er vægast sagt eitthvað í boði fyrir alla.

Lesa meira

UÍA býður Austfirðingum á Landsmót 50+

Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands hefur ákveðið að fella niður skráningargjöld fyrir þátttakendur af sambandssvæðinu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Neskaupstað 28. – 30. júní næstkomandi. Undirbúningi mótsins miðar vel.

Lesa meira

Sumarhátíð hófst á Styrktarmóti UÍA

Hið árlega Styrktarmót UÍA fór fram í fyrsta skipti nú í kvöld. Safnað var fyrir uppbyggingu á Geðheilbrigðisteymi HSA. Fyrir þá sem ekki komust er enn hægt að leggja inn á reikning 0305-26-004104 kt. 660269-4369, kvittun skal send á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem tilgreint er tilefnið. Styrktarmótið fór vel fram og lá vel á með keppendum.

Lesa meira

Sumarið hjá UÍA og Sumarhátíðin á næsta leiti

Sumarið fer vel af stað hjá UÍA, Launaflsbikarinn er kominn á fullt skrið og nú er nýafstaðið Landsmót 50+ í Neskaupstað. Mótið gekk vonum framar og stóðu Austfirðingar, jafnt keppendur sem sjálfboðaliðar, sig frábærlega á öllum sviðum og getum við verið stolt af því að hafa staðið að eins stórum viðburði sem þessum.

Næst á dagskrá er Sumarhátíðin okkar allra, helgina 12.-14. júlí. Við viljum blása lífi í mótið og gildir það sama hér og með Landsmótið, það er ekki hægt að halda slíka viðburði án fólksins í fjórðungnum, sjálfboðaliðum og keppendum. 

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok